Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 12

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 12
1901 10 mikilli útbreiðslu í bænum, og mjög sjaldan hefur það borið til, að fleiri en 1 manneskja hafi sýkzt á sama heimili, enda hafa sjúklingarnir jafnan verið sóttkvi- aðir, annaðhvort á heimilum sínum eða í sjúkrahúsi bæjarins, og vandlega sótt- hreinsað að veikinni afstaðinni. Skipaskcigahérað: Veikin var á 1 heimili frá árinu á undan, en lauk þar um miðjan janúar. Næst varð héraðslæknir sóttarinnar var seint í apríl, var þá sóttur að Efri-Elínarhöfða til 2 barna með taugaveiki. Um upptök sóttarinnar segir héraðslækn- irinn: ,,Ö1I líkindi eru til, að veikin hafi komið af drykkjarvatninu, er brúkað var á heimili því, er hún kom fyrst á, Efri-Elínarhöfða, því að þegar ég rannsakaði vatns- bólið, komst ég að raun um, að það hafði verið mjög illa hirt, og vatnið fúlt og mó- rautt af gruggi og leðju. Eg bannaði því þegar að sækja vatn í brunninn og lét loka honum.“ — Samgöngur voru bannaðar, en sóttin barst þó á 5 bæi, og gerir héraðs- læknir grein fyrir, hvernig á því stóð. Hún var væg á flestum, og enginn dó. Borgarfíarðarhérað: Þar varð sóttarinnar vart á 3 heimilum, var allþung á J þeirra, en væg á hinum 2. Enginn dó. Ólafsvíkurhérað: í janúar og febrúar stakk sér niður taugaveiki á 4 heimilum; á 1 þeirra fengu 2 veikina, cn 1 á hvoru hinna. A því heimili, sem veikin kom fyrst upp, var mér sagt, að taugaveiki hefði geisað fyrir nokkrum árum. Þótt ég hefði ekki vissu fyrir því, þá þóttu mér þó líkur til, að sóttin hefði borizt þaðan og sýkt hin önnur heimili. Dalahérað: Taugaveiki kom fyrir á 2 stöðum, sem engar samgöngur voru á milli, sinn sjúklingurinn á hvorum stað, í marz og apríl. Var hún mjög væg, og bar ekki á henni frekar. ísafjarðarhérað: Taugaveiki hefur lcomið fyrir í 8 mánuðum og þar af samfleytt í 5 síðustu mánuðum ársins. Hvað uppruna sjúkdómsins snertir, verð ég að álíta, að liér séu fleiri ,,foci“ frá fyrri líð, bæði í Hnífsdal og hér í kaupstaðnum. Miðfjarðarhérað: í desember kom taugaveiki á 1 bæ í Miðfirði framarlega. Veikt- ust 7 og allir væg't nema 1 kona, sem var fremur illa haldin um tíma. Segðisfjarðarhérað: Taugaveiki var fyrst á árinu alllengi á 2 bæjum í Mjóafirði og' hafði víst verið á öðrum bænum síðan haustið áður. Veikin hefur, að því er næst verður komizt, borizt að þessum bæ, Reykjum, sunnan af landi (með kaupakonu), og veiktust flestir heimamenn, einn af öðrum; en af því að enginn varð þjáningar- mikill, þá var læknis aldrei vitjað þangað. En svo dó maður á Selhellu (norðan fjarð- ar). Þótti lækni, eftir því sem veiki hans var lýst, grunsamt um, að verið gæti tauga- veiki, og hafði orð á því við sendimann. Seinna upplýstist, að sá, sem dó, hafði haft beinar samgöngur við Reyki. Nú veiktist kona á Ivrossi, bæ sunnan fjarðar, all- skammt frá Reykjuin. Hafði hún nokkru áður gist á Reykjum. Var þá að tilhlutun hreppsnefndarinnar senl eftir lækni. Það var í janúar, og fannst þá taugaveiki bæði á Reykjum og Krossi. Af 45 manns á þessum 2 bæjum (4 heimilum) fengu 35 veik- ina. 3 dóu. Fæstir af þeim, er veikina tóku, höfðu niðurgang að nokkru ráði, og yfirleitt var veikin væg og hægfara. Rangárhérað: Það er siður Landsveitarmanna að fara fleiri eða færri á hausti hverju til silungsveiða í hinum svokölluðu Fiskivötnum á Landinannaafrétti. Síðast- liðið haust fjölmenntu þeir venju fremur til veiðanna. Þegar heim kom, í öndverð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.