Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 22

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 22
1901 20 3. Geislasveppsbólga (actinomycosis). í sjúkdómaupptalningu úr Mýrdalshéraði er talinn 1 sjúklingur með actino- mycosis genae, en ekkert um hann sagt að öðru leyti. 4. Holdsveiki (lepra). Á mánaðarskrám eru taldir 9 sjúklingar með líkþrá (1. tuberosa) og 11 með limafallssýki (1. anaesthetica). Á þessuin tölum er ekkert mark takandi og' fyrst og fremst af því, að fæstir Iæknanna geta annarra holdsveikra á mánaðarskrám en þeirra, sem þeir sjá í fyrsta sinn. En í holdsveikisbækur héraðanna voru allir þeir holdsveikir sjúklingar skráðir, sem héraðslæknar vissu uin, og útdráttur úr bókun- um sendur landlækni upp úr hverjum áramótum, holdsveikisskýrslur svo nefndar. Þær skýrslur sendi landlæknir síðan tii yfirlæknisins við holdsveikraspítalann í Laugarnesi, er samdi aðalskýrslu um holdsveikina ujip úr þeim. Hvorki holdsveikis- skýrslur héraðslæknanna frá þessum árum né aðalskýrslur yfirlæknisins við holds- veikraspítalann, próf. Sæmundar Bjarnhéðinssonar, hefur tekizt að finna nú, þrátt fyrir allmikla leit, en sú bót er í máli, að í Heilbrigðisskýrslum fyrir 1911—1920, er próf. Guðm. Hannesson gaf út, er prentaður útdráttur próf. Sæm. Bjarnhéðinssonar úr holdsveikisskýrslunum. Sést þar, að i árslok 1901 hefur verið 71 maður holdsveik- ur á landinu utan sjúkrahúss, sem læknar vissu um, þar al' 37 líkþráir og 34 lima- fallssjúkir. En vitanlega hafa og verið til holdsveikir menn, sem héraðslæknar vissu ekki um, og er til dæmis uin það þessi frásaga héraðslæknisins í Eyrarbakkahéraði: „Lepratilfellið í desembersjúkraskrá minni er einkennilegt að því leyti, að mað- urinn hefur haft lepra í 20—30 ár, en enguin hefur komið til hugar að segja mér til lians, af því að veiki hans var svo kunn, að álitið var sjálfsagt, að ég' hlyti að vita af honuin." Þegar svona gekk með sjúkling, sem telja má víst, að hafi haft greinileg og áber- andi sjúkdómseinkenni og átti heima í tiltölulega þéttbýlu héraði, má nærri geta, að fleiri eða færri hafi leynzt alllengi, meðan sjúkdómurinn var í byrjun og' einkenni hans ógreinileg', ekki sízt í strjálbýlum héruðum og víðlendum. Jafnan var og eitt- hvað af héruðum læknislaust þessi árin, og hefur að sjálfsögðu vantað þaðan holds- veikisskýrslur. Við rannsóknir, er próf. Sæm. Bjarnhéðinsson gerði síðar um byrj- unarár veikinnar hjá nýjum sjúklingum, er komu á holdsveikisskýrslur og sjúkl. er komu á spítalann, kom það lika í ljós, að jafnan var eitthvað af sjúklingum með byrjandi holdsveiki, er læknar vissu ekki um. Þetta ár, 1901, voru þannig, auk þeirra, sem taldir voru á holdsveikisskýrslum héraðslækna, eigi færri en 37 með byrjandi sjúkdómseinkenni: 17 með líkþrá og 20 með limafallssýki. Voru í árslok 1901 alls 169 holdsveikir menn á landinu (89 með líkþrá og 80 með limafallssýki). Af þeim voru 61 í holdsveikraspítalanum í Laugarnesi og 108 utan spítalans. Karlar voru 99, konur 70. 5. Sullaveiki (echinococcosis). 110 sjúklingar eru taldir á mánaðarskrám, en aðalskýrslan úr Grímsneshéraði her með sér, að þar hefur láðzt að skrá 3, og eru því skráðir 113 að þeim meðtöldum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.