Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 40

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 40
1902 38 héraði, og Siglufjarðarlæknir telur sóttina koma i sitt hérað úr Eyjafirði. Héraðs- læknirinn í Akureyrarhéraði telur aftur á móti engan kighósta fram. Hins vegar telja héraðslæknarnir í Höfðahverfishéraði og Húsavikurhéraði hiklaust, að sóttin hafi flutzt í sín héruð úr Akureyrarhéraði. Mun það og sannast, að hún hafi byi’jað þar í april, en verið talin kvefsótt (sjá kaflann um kvefsótt). Auk þess, sem jafan má gera ráð fyrir, að læknar fái oft enga vitneskju um létt haldna og' fjarlæga kíghósta- sjúklinga, má því telja víst, að þetta ár hafi þeir verið óvenjulega vantaldir, bæði vegna þess, sem nú var getið um Akureyrarhérað, og vegna þess, að enginn er skráð- ur með kíghósta úr Sauðárkrókshéraði, og segir þó héraðslæknir frá faraldri þar, er gengið hafi um allt héraðið. Læknar láta þessa getið: ísafjarðarhérað: Tussis convulsiva barst hingað með síðustu ferð Vestu norðan um land fyrst í nóvember. Með því skipi komu farþegar af ýmsum höfnum norðan- lands (Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum), þar sem kíghóstinn gekk, og dreifðust þeir farþegar hingað og' þangað í verstöðvarnar hér í kring. Þó vissi ég ekki af nema 19 tilfellum fyrir árslokin, og voru engin mjög áköf. Blönduóshérað: Kíghósti barst hingað úr Skagafirði um árslokin, og komu fyrir eigi allfá tilfelli í desembermánuði, en eigi urðu þó mikil brögð að honum til áramóta. Sauðárkrókshérað: Kíghósta varð fyrst vart hér í september, og kom hann hing- að norðan úr Fljótum eða Siglufirði. Hósti þessi hefur nú gengið yfir allt héraðið og mátt heita vægur. Þó liafa nokkur börn dáið úr afleiðingum hans, en þau liafa öll verið ung, innan tveggja ára, ei'tir því sem ég lief haft spurnir af. Því miður hel' ég eigi getað bókfært á liðnu ári neitt af þessum kíghóstasjúklingum sakir veikinda minna, sem einmitt voru um sama leyli og hóstinn gekk, Hofsóshérað: Um kighóstann hafa verið skiptar skoðanir. Einstöku læknar hafa haldið því frain, að hér væri aðeins um illkynjað kvef að ræða, sem þeir hafa nefnt bronchitis capillaris, en neitað gersamlega kíghóstafaraldi. Að svo miklu leyti sem ég hef frekast vit á, hafa báðir þessir kvillar gengið hér jafnhliða þetta síðasta ár. Siglufjarðarhérað: Kíghóstinn geisaði hér í sumar, og jafnvel þótt hann væri yfirleitt ekki mjög skæður, þá dóu þó nokkur börn úr honum, eða réttara sagt lungnabólgu, er fylgdi sjúkdómi þessum á æði mörgurn börnum. Veikin byrjaði hér i firðinum fyrri part júlímánaðar, og hefur að öllum líkindum borizt hingað með strandferðabátnum „Skálholti“ frá Eyjafirði. Tók veikin flest öll heimili, en var fremur væg, eins og áður er getið, yfirleitt. Þó var hún í algleymingi sínum á sumum börnum, svo að blóðið spýttist út uin vitin á þeim. Höfðahverfishérað: Kíghósti gekk töluverður síðastliðið suinar. Ég varð sýkinn- ar fyrst var í maímánuði á Akureyri, og' þaðan kom hún í mitt Iæknishérað. Yfirleitt var veikin með vægara móti, sem mest mun vera því að þakka, að hún kom á heppi- legum árstíma, svo að börnin gátu flest fengið nóg af hollu andrúmslofti, og því var ekki heldur til mín leitað nema fyrir 20 börn, en af þeiin dóu 2, annað ársgainalt, úr lungnabólgu, er það fékk upp úr kíghóstanum, hitt á 1. ári, og væri það að vísu mjög mikið mortalitet, ef ekki hefðu miklu fleiri sýkzt. Húsavikurhérað: Kíghósti barst í vesturpart héraðsins síðari hluta ársins (lík- lega í októbermánuði) að innan frá Fnjóskadal og Svalbarðsströnd. Ég veit um veik-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.