Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 41

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 41
39 1!)02 ina með vissu á 6 bæjuni í Aðalreykjadal og 1 bæ í Reykjadal, en mjög líklegt, að hún hafi einnig verið á nokkrum bæjum í og við Ljósavatnsskarðið. Nú, þegar þetta er skrifað, eru 2 börn dáin úr veikinni, en annað þeirra dó eftir nýárið. Berufjarðarhérað: Kíghóstinn kom hingað í umdæmið um mánaðamótin ágúst —september. Veikin hefur mátt heita hér mjög væg, þvi að aðeins 1 barn á 1. ári dó úr henni, enda hefur hún í hverju einstöku tilfelli verið langt frá því að vera með svæsnasta móti. Sjúklingarnir hafa verið veikir 2—4 mánuði, mest fyrstu 3 vikurnar. Hornafjarðarhérað: Um haustið barst inn í héraðið tussis convulsiva austan úr Berufjarðarhéraði. Veiki þessi kom samtimis upp í öllum sveitum héraðsins, allt suður að Breiðamerkursandi. Hefur hún, án efa, flutzt með sjómönnum, er komu af Austfjörðum, en áttu heima í Suðursveit og gistu á ýmsum bæjum í hverri sveit á hcimleið sinni. Veikin var yfirleitt væg. 5. Inflúenza. Hún er hvergi skráð nema í Nauteyrar- og Keflavíkurhéruðum. En i ýmsuin hér- uðum öðrum er getið um þunga kvefsóttarfaraldra, og í sumum þeirra er talið, að þeir hafi líkzt mjög inflúenzu, cn ekki hafa þó verið svo mikil brögð að því, að læknarnir þar liafi viljað skipa þeim þar í flokk. Er líklegt, að allt hafi þetta verið sami faraldur- inn, og gæti hafa verið inflúenza, en ónæmi frá hinum mikla inflúenzufaraldri árið 1900 valdið því, að hann varð ekki útbreiddari en raun varð á. Verður ekki úr því skorið, hvort hér hefur verið um inflúenzu eða þunga innlenda kvefsótt að ræða, og að vísu mun héraðslæknirinn, er þá var í Iveflavik, Þórður Thoroddsen, hafa efazt uni það síðar, að þarna liafi verið „ekta“ inflúenza á ferðinni, því að í ritgerð sinni ..Inflúenza fyrrum og nú“, í Læknablaðinu 1919, minnist hann ekkert á þennan far- aldur. En um hann er þetta ritað í ársskýrslu úr Keflavikurhéraði: „Seinni part júni- mánaðar fór að bera á kvefkenndri veiki á börnum í Keflavík, sem hafði öll sömu ein- kenni og regluleg inflúenza. Hélt veikin þar áfram í júlímánuði. Þá komu og tilfelli lyrir í öðrum fiskiverum, bæði Garði, Leiru, Miðnesi, Grindavik og Vatnsleysu- strönd. Ekki tók veikin öll börn og var yfir höfuð væg. Hún hélzt ekki lengur við en lh júlímánaðarloka. Fékk ég lil meðferðar 58 tilfelli." Nauteyrarhérað: Þung kvefsött, sem líktist mjög inflúenzu, gekk hér i júli og ágúst. Lágu menn rúmfastir 2—3 daga og sumir viku eða lengur, og urðu sumir þungt haldnir. Enginn dó. Sá ég 19 sjúklinga, en á flesta bæi mun veikin hafa komið meira eða minna. 6. Taugaveiki (febris tvphoidea). Miklu færri voru nú skráðir með taugaveiki en árið næst á undan, enda voru þeir j)á með flesta móti (278, nú 1(53). Læknar láta jæssa getið: Reijkjavíkurhérað: Taugaveiki hefur stungið sér niður í frekara lagi. Sýkzt hafa manneskjur og 2 af þeim dáið. Yfirleitt hefur taugaveikin lagzt þyngra á fólk en Undanfarin ár. Skipaskagahérað: Taugaveiki gerði vart við sig á 2 heimilum hér á Akranesi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.