Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 42

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 42
1 í)02 40 Orsakir hennar munu hafa verið þessar: Trésmiður sunnan úr Reykjavík álti að leggja nýtt gólf í hús, sem stendur á saggasömum stað. Þegar hann var að rífa gamla gólfið — sem var grautfúið — varð hann þess var, að vatnspollar með grænu, úldnu vatni voru viðs vegar um grunninn undir gólfinu. Gaus upp úr því hinn mesti ódaunn, og skýrði smiðurinn mér svo frá, að honum hefði oft legið við yfirliði, meðan á verkinu stóð. Rúmum hálfum mánuði síðaf veiktist smiðurinn, og' var mín vitjað til hans á 3. degi. Ég var í fyrstu í vafa um, hvað að honum gengi, svo einkennilega hagaði veikin sér. En eftir að hafa fylgt veikinni i nokkra daga og mælt hitann á ákveðnum tímum, komst ég að raun um, að hér var um væga taugaveiki að ræða. Að- varaði ég' þá þegar húsbændur að viðhafa alla varúð, bannaði þeim að hafa óþarfar samgöngur við aðra og öðrum við þá. Eftir að maðurinn hafði legið þannig í 7 daga, án ]>ess að verulegur bati væri kominn, létu húsbændur sækja hómöopata. Kom hann samdægurs, og' var svo sem ekki lengi að diagnosticera. Kvað hann veikina ekki vera taugaveiki, heldur nýrnabólgu!! Skildi hann mörg glös eftir hjá manninum, og áttu ])au að gera hann heilbrigðan á stuttum tíma. Nokkrum dögum síðar var mín vitjað aftur, og kvaðst þá maðurinn hafa ætlað að klárast af meðölum homöopatans. Hafði honum hnignað að miklum mun. En það er frá húsbændum að segja, að þeir þótt- ust hafa himin höndum tekið, er homöopatinn gaf Jieim sinn úrskurð, og fengu sér ann- an mann þegar í stað til að halda áfram verki smiðsins — mann, sem ég' hafði áður alvarlega varað við að ráða sig' þang'að sökum veikinnar. Smiðurinn var orðinn albata að tæpum 4 vikurn liðnum. Hér um bil hálfum mánuði síðar lagðist kona húsbónd- ans, sem stundað hafði smiðinn, og lagðist veikin allþungt á hana. Átti hún í henni fullar 6 vikur. Aðrir tóku ekki sóttina á Jæssu heimili. Aftur á móti bar millibils- smiður sá, er fenginn var, veikina á heimili sitt. Lagðist þar dóttir hans, 7 ára. Hún lá í 4% viku, en fremur var veikin væg. Borgarfjarðarhérað: Taugaveiki kom fyrir á 2 bæjum. Fyrst kom hún upp á Há- reksstöðum í Norðurárdal, og veiktust þar 4. Mér er ókunnugt um upptök veikinnar á þessum bæ. Veikin var þar væg og breiddist ekki vit þaðan, enda sóttvarnir við- hafðar og' sótthreinsun. í júlímánuði veiktist unglingspiltur á Grund í Skorradal nokkru eftir að bærinn þar var rifinn. Á bæ þessum hefur áður gegnið illkynjuð taugaveiki, og' sterkur grunur hefur á því legið, að fleiri afbæjannenn, sem þar hafa verið um tíma, hafi smitazt einmitt þar. Ólafsvíkurhérað: Taugaveiki fékk 1 sjúklingur i marzmánuði. Var hann einangr- aður, lá rúmfastur i 3 vikur, fremur væg't haldinn. Þess skal getið, að einmitt í því húsi, er sjúklingurinn átti heima í, hefur taugaveiki gosið upp oftar en einu sinni áður, og eru því líkindi til, að typhusbacterían þróist þar og haldist við, þrátt fyrir itrekaðar sótthreinsanir. Barðastrandarhérað: Á taugaveiki, sem virðist vera hér Iandlæg, hefur horið nokkuð, einkum í júlímánuði. Þá lágu S manns á sama heimili, en enginn dó. ísafjarðarhérað: Taugaveiki kom dreift fyrir í flestum mánuðum ársins. Lítur helzt út fyrir, að taugaveiki sé hér orðin landlæg i kaupstaðnum, í Bolungarvík og í Álftafirði, þ. e. alls staðar þar sem fólksflest er. Hornafjarðarliérað: Taugaveiki kom upp á einum bæ á Mýrum og var mjög ill- kynjuð. Ég bannaði þegar allar samgöngur við bæinn og gaf út almennar varúðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.