Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 45

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 45
43 1902 ’víða ekki nema 1 eða 2 í héraði. Geta fæstir læknanna hcnnar, svo að teljandi sé, í aðalskýrslum sínum og enginn svo, að verulegt sé á að græða. 1 er talinn dáinn úr sóttinni (í Fljótsdalshéraði). 12. Lungnabólga (pncumonia crouposa). Hún var miklu tíðari en árið áður. Vofu skráðir 306 alls, en ekki nema 172 árið á undan, enda var hún talin óvenjulega fátíð þá. Að vísu mun sumt, sem er talið pn. croup. í farsóttaskýrslunum, hafa verið kveflungnabólga, og bendir m. a. lil þess það, seni um sóttina er sagt úr Siglufjarðarhéraði og Akureyrar. Hér er það helzta, sem iun hana er getið í aðalskýrslunum: Reijkjavikurhérað: Á lungnabólgu hefur bólað með minnsta móti. 17 sjúkir -- 4 dauðir. Mun j>að stafa af hinu g'óða tíðarfari. Borgarfjarðarhérað: Lungnabólga (pneumonia crouposa) hefur gengið með mesta móti í héraðinu þetta árið. Mest bar á henni í mánuðunum apríl—ágúst, að þeim báðum meðtöldum. Olafsvíkui’hérað: Lungnabólga stakk sér niður við og við á árinu. Alls sýktust 8 sjúklingar (7 skráðir jneð pn. croup.). Skæðust var hún í júní. Þá sýktust 3, og voru allir mjög þungt haldnir. Siglufjarðarhérað: Lungnabólga kom 22 sinnum fyrir (13 skráðir með pn. croup.) cða í öllum mánuðum ársins nema 2 hinum síðustu (nóvember og desember). Raunar var sjúkdómur þessi í mánuðunum júlí, ágúst og september oftast samfara ldghóst- anuin. Akureyrarhérað: Lungnabólga (crouposa og catarrhalis) hefur verið mjög al- geng, en aðeins fylgt kvefinu og verið afleiðing þess. 13. Kvefsótt (bronchitis incl. pneumonia catai'rhalis). Meira en helmingi fleiri voru skráðir með kvefsótt en árið á undan (þetta ár '841, þá 904). En þess ber að gæta, að sumir af þeiin, sem þetta ár voru skráðir með kvefsótt, hafa verið kighóstasjúklingar. Er það nokkurn veginn víst um suma í Ak- Ureyrarhéraði og líklegt, að eitthvað hafi borið á því viðar. Þá minna og lýsingar úr sumum héruðunum æðimikið á inflúenzu, og skal um það vísað til kaflans um inflú- enzu hér á undan og útdráttanna úr aðalskýrslunum hér á eftii', en þar er þetta hið nierkasta, er læknar láta getið: Borgarfjarðarhérað: Mest hefur borið á kvefsótt (tracheobronchitis acuta) af farsóttum þetta árið. í janúarmánuði geklí víða kvef hér um sveitir, en var fremur vægt, og eins og að undanförnu var kvef að stinga sér niður í héraðinu hér og þar traman af árinu, en fæstir leituðu læknis við því. En svo kom hingað fyrstu dagana í júlí mjög illkynjuð og langvinn kvefsótt. Eg varð fyrst var við hana í Borgarnesi, °g er ætlun mín, að hún hafi borizt þangað úr Reykjavík með gufubátnum. Kvefsótt þessi var mjög' næm og breiddist fljótt út um héraðið og kom á flesta bæi. Hún stóð hér yfir fram í miðjan ágúst. Lagðist hún einkum þung't á ungbörn og varð stundum capillær og mörg fengu þau lungnabólgu. Hitaveiki talsverð fylg'di veikinni oftast, þótl ekki væru fylgikvillar. Mýrahérað: Kvefsóttin lagðisl allþungt á ungbörn á nokkrum bæjum í Kolbeins-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.