Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 50

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 50
1902 48 voru samfara höfuðverkjarköst. Málfærið fór nú að verða þvöglulegt, óljóst, nef- rnælt, kokvöðvarnir máttlitlir, og' vildi honum svelgjast á. í köstunum fékk hann toniska og kloniska krarnpa hæði í hálsvöðvana og útlimina og missti oft meðvitund í köstunum. Sjónin varð sljórri, en þó allgóð. Honuin hætli við að sorlna fyrir aug- um, ef hann reyndi lil muna á þau. Heyrn, lykt, smekkur og hörundstilfinning í máttlausu limunum hélzt óskert. Uppköst fékk hann öðru hvoru, en þó ekki mjög títt. Andlega breytlist hann tiltölulega lítið, en varð þó nokkuð gleymnari, átti erfitt með að beygja sum orð rétt og varð að hætta öllu náini, lestri o. s. frv., en annars talaði hann af fullri greind um flesta hluti eða alla. Þegar hann kom hingað, hafði hann farið sjóleið austan iir Hornafirði og versnaði töluvert síðustu dagana. Hann var því mjög lauslega rannsakaður á undan skurði, því að mér þótti periculum in mora. Hann hafði máttleysi það, sem að framan er lýst, typiskt spastiskt, nokkra vöðvarýrnun á vinstra handleg'g og' fæti, en ekkert tilfinningarleysi, greinilega facialislömun vinstra rnegin, nokkurn exopthalmus á báðum augum, en meiri á því vinstra, pupillur jafnstórar, reagera vel. Reflexar auknir á v. útlimum. Opthalmo- skopi ekki gerð af ótta við krampa. Hauskúpan var auðsjáanlega óeðlilega stór, eink- um sýndist hægri helmingur hennar bunga út, mest framan til við eyrað og fyrir ofan það, nokkru fyrir framan sulc. centralis. Á rökuðu höfðinu fannst, að beinið lét undan á þessu svæði, er fast var á það stutt. Eg gerði síðan trepanatio og tók hurtu þann hluta beinsins, sem þynnstur var. Innan við beinið lá þunnt ischæmiskt lag af dura, að því er ég hélt, og' þá tók við stór einhólfaður sullur. Með töluverðum erfið- leikum náði ég' sullhúsinu út. Það var svo haldlaust og meirt, að ég hef aldrei vitað þess dæmi á sullum annars staðar. Vissu hafði ég' ekki fyrir því, að allar tætlur af því hefðu náðzt. Holið eftir sullinn var ótrúlega stórt, og' sýndist svo sem sullurinn hefði tekið upp mest allt rúmið innan í hálfri hauskúpunni. Ég' gat ekki komið því við að rnæla vökvann í sullinum, en ég get tæplega haldið, að hann hafi verið minna en 500 grömm. Ég hafði kviðið því, að þetta stóra hol myndi seint fyllast, og' vissi varla hvað við skyldi gera, því að hauskúpan var nærfellt tóm annars vegar. Ur þessu greiddist þó af sjálfu sér, því að á nokkrum dögum blés heiiinn svo sundur (vatn í ventriculus?), að holið fylltist algerlega, en þá kom annar erfiðleiki, þ. e. yfir- vofandi prolapsus cerebri. Þrýstingurinn var svo mikill, að kúla, sem mjög erfitt var að halda í skefjum, bungaði út í gegnum trepanationsgatið. Þrátt fyrir allt þetta sáust engin önnur symptom heilaþrýstings á drengnum. Seint og síðar meir hætti þessi áleitni, og við burtför hans var gatið gróið, örið dregið lítið eitt inn á við og allt í g'óðri reg'lu. Eyrarbnkkahérað: Af sullaveiki hef ég i ár séð 19 tilfelli (17 skráð) þar af 10, sem mér var kunnugt um áður, en 9, sem ég' hef eigi séð eða tilfært á sjúkraskráni fyrr. Því miður er talsvert til af sullaveiki í þessu héraði enn þá, enda er þrifnaði mjög ábótavant, en þó þykjast menn gæta varúðar við hunda. Keflavikiuhérað: Sullaveikin er enn við lýði. Tilfellin, sem koma fyrir árlega, fækka ekki, en fjölga heldur, og er þó dyggilega unnið að lækningu hunda í héraðinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.