Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 55

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 55
1902 53 skagahéraði, er tekinn var hér á undan úr aðalskýrslunni þaðan. Önnur fara hér á eftir: Reykjavikurhérað: Afar mikið ógagn hlýzt af því, að skottulæknum líðst að taka til meðferðar sjúklinga með næma sjúkdóma. Þessir sjúkdómar koma frain í svo margvíslegum myndum, að oss læknuin veitir oft örðugt að bera kennsl á þá — hvað þá heldur ómenntuðum skottulæknum, enda hef ég margoft orðið þess var, að þeir fara villir vegar, segja enga sótthættu á ferðum, þar sem hún er mikil, og verða þess valdandi, að sjúklingar deyja og sóttir berast út. Þess skal getið sem dæmis, að jóladagskvöld var landlæknis og mín vitjað til barns hér í bænum — barnið hafði croup og var komið í opinn dauðann. Þeg'ar landlæknir kom á heimilið, sat þar einn af skottulæknum bæjarins með konu sinni í heimboði, eins og ekkert væri um að vera — hafði haft barnið undir sinni „læknishendi“ í viku og sagt foreldrum þess, að að því gengi lungnabólga. Barnið létum við tafarlaust flytja í sjúkrahúsið og gerðum samstundis tracheotomi — allt um seinan. Barnið dó á sama sólarhring. Sauðárkrókshérað: Skottulæknar eru 4 í mínu héraði, og er það eigi óvanalegt, að sjúklingar nota meðöl þeirra og ráð, áður en þeir leita sér annarrar hjálpar, sem kemur þá stundum of seint. Fljótsdalshérað: Skottulæknar engir í héraðinu, en aftur sækja menn stundum úr þessu héraði til prests utanhéraðs, sem fæst við skottulækningar, og svo var me'ö fyrstu 3 tilfellin af diphtheritis, sem komu hér fyrir, að meðul voru sótt til hans, en ég fékk að vita um sóttina af tilviljun, eftir að annað barnið var dáið. 2. Sjúkrahús. 2 sjúkrahús bættust við, er byrjað var að starfrækja á árinu. Annað var sjúkra- hús, er St. Josephs systur létu reisa í Reykjavík. Rúmaði það 40 sjúklinga, og telur héraðslæknir það allvel vandað „og' hefur í öllum greinum mikla yfirburði yfir gamla sjúkrahúsið hér í bænum“. Var byrjað að starfrækja það snemma í október og gamla sjúkrahúsið jiá lagt niður. — Líka getur héraðslæknir í Reykjavík um það. að franska stjórnin hafi látið reisa sjúkrahús í Reykjavík, er rúmi 24 sjúklinga og muni ætlað frönskum sjómönnum aðallega, en ekki var það starfrækt á árinu. — Hitl sjúkrahúsið, sem byrjað var að starfrækja, var á Patreksfirði, en héraðslækn- irinn þar er óánægður með það, telur það tæpast fullgert og segir, að allur útbúnaður þar sé harla ófullkominn, fæði lélegt- og hjúkrunar- og legukostnaður hár. 3. Húsakynni og þrifnaður. Læknar láta þessa getið: Skipaskagahérað: Húsabyggingum hefur nokkuð fjölgað á árinu, og eru þau byggð bæði hlýrri og loftbetri en áður. Þrifnaður hér í kaupstaðnum má heita í all- góðu lagi, en sums staðar í nágrenninu á misjöfnu stigi. Er hér einltuin átt við Innri- Akraneshrepp, enda er þar á sumum heimilum stöðugur kláði. í sveitum vill það vera misjafnt líka. Þó fer slíkum heimilum sífækkandi samfara vaxandi menningu og betri híbýlum. Borgarjjarðarhérað: Með tilliti til hollustuhátta er margt og mikið ábótavant, sem lagfæra þyrfti hér sem annars staðar á landinu. Hreinlæti í meðferð neyzluvatns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.