Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 72
1803
70
17. Gulu&ótt (icterus epidemicus).
Sjúklingar með þá sótt voru enn skráðir í Isafjarðarhéraði, og segir héraðslækn-
irinn þar frá sóttinni á þessa leið:
ísajjarðarhérað: Gulusótt 41 tilfelli (43 skráð), flest á börnum. Ég hafði tæki-
færi til þess að athuga sum börnin daglega, frá því fyrsta að þau veiktust, og veit
með vissu, að þau höfðu alls eigi haft neina enteritis á undan. Sjúkdómurinn hafði
að öllu Ieyti sóttarfaraldurseinkenni mjög líkt því, sem kallað er morbus Weil.
18. Ginldofi (tetanus neonatorum).
Á hann er nú livergi minnzt í skýrslum lækna.
Hcr virðist rétt að nefna faraldur, er héraðslæknirinn í Reijkjavíkurhéraði segir
frá og skírir að vísu ekki, en er helzt á að nefna lifrarsótt (febris hepatica).
Eftir þvi, sem sjúkdómi þessum er Iýst, minnir hann helzl á þá sótt, sem síðar
hefur verið nefnd stingsótt (pleuritis s. myalgia epidemica eða „den Boinholmske
Syge“), þótt sumt sé ólíkt, svo sem lifrarstækkunin og gulusnerturinn, sem reyndar
var ekki algengur. Hér fer á eftir lýsing héraðslæknisins:
Síðustu mánuði ársins bar hér talsvert á einkennilegri farsótt, sem ég hef aldrei
séð áður. Sjúkdómur þessi byrjaði ávallt mjög skyndilega með sáru taki undir hægra
síðublaði eða fyrir bringspölum, samfara lystarleysi, ógleði og oft uppköstum; þessu
fylgdi ávallt sótthiti; takið var oftast afar sárt, margir lágu með háhljóðum; sumir
fengu snert af gulu, en þó var það ekki mjög algengt. Sjúkdómurinn varaði til upp-
jafnaðar vikutíma. Engin manneskja dó úr honum mér vitanlega. Svo að segja und-
antekningarlaust varð ég var við stækkun á lifrinni, ineðan sjúkdómurinn stóð sem
hæst. Sjúkdómurinn tók jafnt unga sem gamla, karla sem konur, að ungbörnum frá-
skildum. Mjög víða fengu margir á sama heimili veiki þessa eða snert af henni, og
yfirleitt hagaði lnin útbreiðslu sinni sem næmur sjúkdómur. Mér er kunnugt uin,
að læknar í öðrum löndum hafa á síðari árum veitt eftirtekt líkum lasleika, en fæstir
nefna þó epidemiska útbreiðslu. Menn hafa þó talað um febris hepatica, og það nal’n
á bersýnilega vel við þessa veiki, sem hér gekk.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Skráðum sjúklingum með kynsjúkdóma fór enn fjölgandi, en að vísu er fjölg-
unin aðallega á útlendingum. Sárasótt (syphilis) kom nú fyrir í 6 héruðum, og voru
skráðir 20, þar af 12 íslendingar, árið áður 13, þar af 11 íslendingar. —- Með linsicri
(ulcus venereum) voru skráðir 4, og var 1 þeirra íslendingur (árið áður 3, allt út-
lendingar). íslendingurinn með linsæri var skráður í Reykjavíkurhéraði, en hafði
smitazt utanlands. Segir héraðslæknir, að enginn hafi verið skráður þar fyrr með
þennan sjúkdóm. — Með lekanda (gonorrhoea) voru skráðir 52, þar af 37 íslend-
ingar (árið áður 41, þar af 35 íslendingar). Réttur helmingur þeirra sjúklinga voru