Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 91

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 91
89 1904 Barnaveikinnar varð vart í 17 héruðum, mest á suðvestur- og vesturhluta lands- ins. Á Norðurlandi var enginn skráður vestan Húsavíkurhéraðs. Sjúklingar. voru ná- lega % fleiri en næsta ár á undan, en dauðratala jöfn, þ. e. þriðjungi lægri hlutfallslega, sennilega vegna aukinnar serumnotkunar í tæka tíð. Læknar láta þessa getið: Reijkjavíkurhérað: Barnaveiki gerði lítið vart við sig; 6 börn fengu croup; 1 dó af því, að það fékk serum of seint, öðru barni, sein ekki hafði fengið serum, gat ég bjargað með barkaskurði. Serum virðist stöðugt gera ómetanlegt gagn. Skipaskagahérað: í sambandi við hálsbólguna komu fyrir nokkur tilfelli af croup og diphtheritis. Meðal annars var mín vitjað í október að Eystra-Miðfelli; þar veikt- ust 3 börn af croup. Finim dögum síðar var mín vitjað að næsta bæ i sama hreppi, Kalastaðakoti; þar var ársgamalt barn orðið yfirkomið af veikinni og dó 2 timum eftir komu mína. Þangað hafði veikin borizt á þann hátt, að kona frá bænum hafði komið að Eystra-Miðfelli 2—3 tímurn áður en ég kom þangað og menn vissu, hver veikin var; kvaddi hún húsmóðurina og veika barnið með kossi, fór síðan beina leið heim, og sú fyrsta, sem fyrir henni varð á hlaðinu, var húsmóðir hennar með yngsta barnið sitt í fanginu, og rekur hún þeim báðum rembingskoss. Þannig hefur móðir barnsins skýrt mér frá. AIls hafa komið fyrir mig 8 tilfelli af croup, 2 tilfelli af diph- theritis. 1 öllum þessum tilfellum notaði ég seruminnspýtingu, og gafst það mjög vel. Aðeins 2 börn með croup dóu, og' var mín í báðum tilfellunum vitjað of seint, og' þau höfðu þe gar fengið kolsýrueitrun. Mörg af börnum þessum voru mjög þungt haldin og sogin komin á hátt stig. Borgarfiarðarhérað: Af barnaveiki komu alls fyrir 15 tilfelli á 9 hæjum. Hún hefur nii verið hér viðloðandi í 15 mánuði og barst hingað fyrst, að því er ég' hygg', nærri samtímis úr Reykjavík og af Akranesi í júnimánuði 1903. Hún hefur nú ekk- ert gert vart við sig í 4 mánuði, og er nú vonandi útdauð hér um sveitir. 2 börn dóu úr sóttinni, og' voru þau bæði aðfram komin, þegar ég kom til þeirra. Ég spýtti inn >.diphtheriseruin“ i öllum tilfellunum og' álít það nærri óbrigðult meðal, sé það notað í tíma. Mýrahérað: Af barnaveiki (diphth. & croup) komu fyrir 2 tilfelli, og var í báð- nm bæði barkinn og kokið veikt; i fyrra tilfellinu, sem kom fyrir í maí, bar þó mjög lítið á þrengslum í barkanum, sennilega af því, að barnið dó svo snemma í veikinni, nð hún hefur ekki verið komin á sitt hæsta stig þar; það dó á öðrum sólarhring, eftir að fyrst varð vart veikinnar. Seruminjection var g'erð, en sást ekki, að hefði neina verkun. í hinu tilfellinu, sem kom fyrir í ágústmánuði, brá aftur á móti mjög fljótt til bata, eftir að serum var gefið. Barðastrandarhérað: Af diphtheritis & croup veiktust alls 59 börn og unglingar, sem ég sá alla sjálfur. Af þeim dóu 8. Flest crouptilfellin komu svo seint til vitundar læknis, að eigi var hægt að bjarga lífi sjúklinganna með serum. Hornafjarðarhérað: Barnaveiki, sem kom upp í Öræfum síðari hluta ársins 1903 og var mjög mannskæð á þeim bæjum, sem hún byrjaði á, breiddist ekkert út og gerði hvergi annars staðar vart við sig í héraðinu. Þakka ég það samgöngubanni við hin sýktu heimili og' öðrum varúðarreglum, er ég' gaf út í byrjun veikinnar og birti í öll- Um hreppum héraðsins. (Ekkert tilfelli skráð í héraðinu), 12 i L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.