Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 92
1904
90
5. Rauðir hundar (rubeolae).
Þetta ár voru þeir skráðir fyrsta sinn á öldinni, í einu héraði aðeins (Reykjavíkur)
og einir 5 sjúklingar.
6. Iííghósti (tussis eonvulsiva).
Sjúklingctfíöldi 1901—1904: 1901 1902 jg03
Sjúklingar........................... „ 238 1660
Aðeins vart í 2 héruðum, eftirhreytur frá faraldrinum 1902—1903.
1904
7. Inflúenza.
Sjúklingafíöldi 1901 1904: 1901 1902 1903 1901
Sjúklingar........................ „ 77 „ 48
Aðeins 3 Iæknar hafa skráð sjúklinga með inflúenzu, en eftir þeim lýsingum,
sem sumir héraðslæknar gefa af kvefsóttarfaröldrum i héruðum sínum, er sennilegt,
að a. m. k. sumir faraldrarnir hafi verið inflúenza. 2 af þeim héraðslæknum, er hafa
skráð sjúklinga með inflúenzu, táta þessa getið:
Blönduóshérað: I maí og júní komu eigi allfá tilfelli fyrir af inflúenzu (2 skráð),
eða veiki henni líkri, og lögðust margir upp úr henni allþungt í lungnabólgu.
Vopnafíarðarhérað: Hin eina farandsótt, er á árinu hefur borizt inn í héraðið, er
inflúenzan, en ekki get ég með neinni vissu sagt, hvaðan hún hefur komið. Sennileg-
ast þykir mér, að hún hafi komið hingað til Norð-austurlandsins frá Noreg'i með strand-
ferðaskipum. Þó að veiki þessi væri fremur væg, liefi ég ekki hikað við að kalla hana
„inflúenzu“, þvi að þó nokkrir fengu aðeins sótthita og taugaþrautir, en ekki kvef,
þótt allur fjöldinn fengi kvef og hitasótt.
í Berufíarðarhéraði er enginn inflúenza skráð, en héraðslæknirinn lætur þessa
getið: Það er naumast hægt að segja, að nokkur umgangsveiki hafi verið hér á
ferðinni þetta ár. Þó stakk sér niður hér og hvar einkennileg veiki í júní og' jútí;
hún liktist einna mest inflúenzu eftir sjúkdómseinkennum að dæma — hyrjaði
með höfuðverk, einkum framan í höfði, hitasótt (38—40°) og verk yfir spjald-
hrygginn. Enginn hósti né hæsi, ekkert að heyra við hlustun, stundum uppköst í byrj-
un veikinnar, matarlyst lítil, hægðir alltaf reglulegar. Sumir fengu óráð. Sjúklingarnir
voru veikir ca. % mánuð til 3 vikur og kvörtuðu allan þann tíma mest um höfuðverk
og' máttteysi. Ég get ekki betur séð, en þetta hafi verið inflúenza, en á hinn bóginn
mælir það aftur á móti því, að svo hafi verið, hve lítilli útbreiðslu veikin náði og hve
lítið sóttnæm hún virtist vera í samanburði við það, sein inflúenza er vön að vera.
8. Taugaveiki (febris typlioidea).
Sjúklingafíöldi 1901 1904: 1901 igoa 1903 ig01
Sjúklingar......................... 278 163 225 185
Reykjavíkurhérað: Taugaveiki (ileo-typhus) fer slöðugt í vöxt hér í bænum. Ég
hef í skýrslu minni 1903 gerl grein fyrir þeirri veiki, úlbreiðslu hennar undanfarin