Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 96

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 96
1901 94 inflúenzu, og hefði átt að skrá þá þar. Hin óvanlega lága dánartala, gæti stafað af því, að ýmsir, er dóu úr kveflungnabólgu, hafi verið taldir meðal þeirra, er dóu úr pn. croup. Læknar láta þessa getið: Reykjavíkur: Kvefsótt (tracheobronchitis) gekk mikil allan fyrri helming ársins og fram til júlímánaðarloka. Hún var ekki mjög þung og snerist sjaldan upp í lungna- bólgu; fyrir þá sök varð hún fáum að dauðameini. Borgarfjarðarhérað: I miðjum maímánuði kom hér mjög slæm kvefsótt, sem tók hverja sveitina á'fætur annarri og stóð yfir fram í júní. Lungnabólga var tíð upp úr þessu kvefi, þó að ekki bæri eins mikið á því og í kvefsótt þeirri, er hér byrjaði í júlí og stóð yfir fram undir ágústmánaðarlok. Sú kvefsótt líktist mjög inflúenzu og vann upp allt héraðið. Ekki veiktust menn þó á hverjum bæ eins fljótt og í inflúenzufar- aldrinum. Mikill höfuðverkur var sjaldgæfur, og bakverk inflúenzunnar heyrði ég aldrei kvartað um, en hitaveiki var töluverð í flestum tilfellum. Veiki þessi byrjaði mjög oft með uppköstum. Fljótsdalshérað: Kvefsótt gekk víða um héraðið í júní og júlímánuðum, og vildu margir halda, að það væri inflúenza, sem það þó ekki var. Fáskrúðsfjarðarhérað: Veikin hefur verið næm og sýkti á allmörgum heimilum því nær allt heimilisfólk. Fylgdi henni nokkur sóttveiki og beinverkir, og hagaði hún sér enda að mörgu leyti líkt og væg inflúenza. Þyngst lagðist hún á börn og gamalmenni. Það er ætlan mín, að hún hafi flutzt hingað úr Reyðarfirði, þar sem sams konar veiki mun hafa gengið síðari helming ársins 1903 og enda líka þetta ár. Af þeim, sem fengu veiki þessa, var læknis vitjað alls fyrir 116 sjúklinga, en óhætt má gera ráð fyrir, að allt að helmingi fleiri muni hafa sýkzt, cða ca. 20—25% af héraðsbúum- Skæð hefur veikin ekki verið, og ekki er mér kunnugt um, að neinn hafi dáið úr henni. Hornajjarðarhérað: Kvefsótt sú, er gekk á Suðurlandi í byrjun ársins og fram eftir vetrinum, barst hingað austur, er Hólar komu á Hornafjörð 6. maí, en skömmu á eftir tók þessi illkynjaða kvefsótt að gera vart við sig, fyrst i kauptúninu á Höfn við Hornafjarðarós og í Nesjahreppi, síðan hingað og þangað um allt héraðið. Margii' voru þungt haldnir og gengu lengi með veikina, en engum varð hún að bana. Gekk hún fram og aftur um allt héraðið, þar til í lok ágústmánaðar. 16. Kverkabólga (angina tonsillaris). S júklingafíöldi 1901—1904: 1901 1902 Sjúklingar 537 491 1903 553 1901 526 Árlegur sjúklingafjöldi er svipaður öll árin. Enginn er talinn dáinn úr sóttinni nema 6 ára drengur í Síðuhéx-aði 1903 og unglingur í Fljótsdalshéraði 1904. Sum árin er grunur um, að suint það, er talið var kverkabólga, hafi verið skarlats- sótt, t. d. faraldurinn á Húsavík 1901, og svo segir í aðalskýrslu fyrir 1904 úr Akureijrarhéraði: „Hálsbólga hefur gengið hér mjög víða á þessu ári, þótt fáir hafi leitað læknis við henni. Einkum hefur borið á þessu síðari hluta ársins. Ekki er það óhugsandi, að sumt af þessari hálshólgu hafi verið væg skarlatssótt, því að þess eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.