Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 98
1904
96
20. Miltisbrandur (anthrax).
Héraðslæknirinn í Eyrarbakkahéraði segir frá bónda í Selvogi. er fékk drep-
bólu á enni, 2—3 dögum el'tir að hann hafði gert til sjálfdauðan hest. Stokkbólgnaði
allt andlitið og niður á háls, maðurinn fékk bjúg í barkaopið (oedema glottidis) og
dó eftir fáa daga. Litlu síðar drapst enn hestur snögglega á bænum. Alllöngu seinna
fékk kona bóndans látna svipaða bólu við eyrað, eftir að hún hafði þvegið sængur-
og koddaver bóndans, er höfðu hangið í hjalli, síðan hann dó. Læknir var þegar sóttur,
klippti ofan af bólunni og brenndi síðan duglega, og lifði konan. Hún hafði þvegið
verin upp úr leysingarvatni í dæld þar á túninu. Þangað var, litlu áður en konan
veiktist, sótt vatn handa kú á öðrum bæ samtýnis, og drapst kýrin. Ekki er þess getið,
hvernig sóttin barst í hestana. — Þriðja manninn getur héraðslæknirinn um, er fékk
drepbólu á efri vör 7—8 mánuðum fyrr upp úr sprungu, er hann hafði haft þar, og dó
eftir nokkra daga. Ætlar héraðslæknirinn, að það hafi líka verið miltisbrandur, er
varð honum að bana, en fullt svo líklegt er, að drepkýlið hafi verið af völdum stre-
ptococca.
í sjúkdómatalinu í aðalskýrslu úr Vestmannaeyjahéraði er enn fremur talið
1 tilfelli af anthrax, en ekkert að öðru leyti um það sagt.
21. Ginklofi (tetanus neonatorum).
Hans er nú gelið í Húsavíkur- og Vestmannaeyjahéruðum. Héraðslæknirinn í
Vestmannaeyjahéraði getur um, að 2 börn hafi dáið úr honum, en segir ekki frá
honum að öðru leyti, en héraðslæknirinn í Hiísnvikurhéraði segir á þessa leið:
„Yfirsetukona sú, sem nú er í Grímsey, er nú orðin hálfsjötug. Hún er að sögn
heilsulítil og' hefur fyrir löngu óskað að losna við starf sitt. Hún hefur þó haldið
áfram að gegna því hingað til, af því að ekki hefur tekizt að fá aðra í hennar stað.
1 sambandi við þetta dettur mér i hug að geta þess, að sóknarpresturinn á eynni,
séra Matthías Eggertsson, hefur sagt mér frá því, að á hverju ári deyi þar meira og
minna af börnum úr ginklofa, og að sjá megi af kirkjubókum, að svo hafi gengið um
langan aldur. Þetta ár (1904) fæddust þar, að sögn hans, 7 börn, og dóu 4 af þeim
á fyrstu vikunni úr þessari veiki. Þetta er ástand, sem þarfnast aðgerðar. Það virð-
ist lig'gja beinast við að fá ungan og greindan kvenmann til þess að nema ljósmóður-
störf og taka að sér umdæmið og kenna henni, hvernig fara á að til þess að útrýma
þessari plágu. Það hefur verið reynt að útvega kvenmann, en engin hefur fengizt
til að gefa sig fram, þrátt fyrir viðleitni hreppsnefndarinnar. Er það ekki undarlegt,
þegar litið er á þau kjör, sem yfirsetukona mundi verða að búa við þar.“
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Sárasótt (syphilis) var nú nálega hálfu fátíðari en árið áður, varð aðeins vart
í 3 héruðum og 12 skráðir. Af þessum 12 voru a. m. k. 7 útlendingar. Langflestir
liinna skráðu sjúklinga voru í Reykjavíkurhéraði. Hér er