Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Síða 107

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Síða 107
105 1904 Eyrarbakkahérað: Hollustuhættir eru hér á heldur lágu stigi; þó fara húsakynni talsvert batnandi, einkum að því leyti, að járnið útrýmir torfinu, og' moldargólfin hverfa. Eitt af því, sem stuðlar að óhollustu hér, er hin afar mikla fátækt, sem margir búa við. Karlar og konur, sem ekkert eiga til, flytja saman ógift í einhvern kofa hér i sjávarþorpunum og hlaða niður börnum. Þegar nú margt þessa fólks er óþrifið að eðlisfari, og svo bætist fátækt ofan á, er eigi við góðu að búast. Mjög mikill munur er á því, hvað alþýða manna er óhreinlegri hér en þar, sem ég þekki til á Norðurlandi. 4. Mataræði. Læknar láta þessa getið: Boryarfjarðarhérað: Hvað mataræði snertir, er helzta breytingin sú, að fiskur er alltaf að verða fágætari í þessum sveitum, einkum harðfiskur, og mun það aðallega stafa af því, hvað örðugt er að fá fiskinn, og líka er það vegna hins háa verðs, sem nú er á fiski. Neyzla haframjöls og knosaðra hafra er allmikið að fara í vöxt í þessu byggðarlagi. Er haframjölið einkum notað í grauta sainan við skyr' á sumrum, og þykir góður matur. Rúgkaup eru fremur að minnka, en í þess stað er „overhead"- mjöl tekið, og' er það oft misjafnt að gæðum. Ólafsvikurhérað: Lifnaðarhættir manna hér um slóðir eru svipaðir og í öðrum sjóþorpum hér á landi. Aðalfæðutegund manna er fiskur í ýmsum myndum. í sjó- þorpunum er lítið um mjólk. Jarðarávexti (rófur, kartöflur) rækta menn hér ekki óvíða og hafa töluverðan styrk af þeim til manneldis. Áfengisnautn er hér engin, svo að teljandi sé, enda er engin vínfangasala i héraðinu, en kaffinautn og tóbaksneyzla er víða fram úr hófi. Reykdælahérað: Matarhæfi manna er bezt á haustin og framan af vetri, meðan menn hafa nýtt kjöt, slátur og næga mjólk; siðari part vetrar og framan af sumri lifa menn mikið af kornmat; margir geta aflað sér fisks yfir sumarið, og er hann þá aðalfæðan, ásamt korn- og mjólkurmat, því að ekki eru það margir, sem eiga kjöt og slátur frá því haustið áður. Öxarfjarðarhérað: Fólk lifir hér mest á kjötmat, ýmislega tilreiddum, því að Htið er um fiskmeti, og hef ég ekki orðið annars var en allur matur væri viðunan- lega til búinn og þrifnaður og meðferð hans allgóður. Ósköpin öll lifa menn einnig hér sem annars staðar á kornmat. Menn hér eru mjög reglusamir, hvað áfenga drykki snertir, enda fást þeir ekki hér um slóðir á svæðinu frá Akureyri til Seyðisfjarðar. Varla sést maður drukkinn. 5. Meðferð ungbarna. Læknar láta þessa getið: Skipaskagahérað: Allflestar mæður hafa börn sín á brjósti og það stundum fram undir ár og yfir það. Hér við sjóinn hættir fólki oft við að gefa ungbörnum of snemma þunga og óhentuga fæðu, og' á ég hér einkum við kartöflur og saltmeti, sem stundum er byrjað að gefa börnunum nokkurra mánaða gömlum, en þetta á sér helzt stað hjá hinum fátækari, sem ekki hafa mjólkina. Þetta má telja eina hina helztu orsök þess, hve meltingartruflanir og iðrakveisa eru algengir sjúkdómar hér á ung- Framh. á 110. siðu. 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.