Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 113
111
1904
brjósti; meðferð á ungbörnum er góð og ungbarnadauði litill. Árið, sem leið, hafa
hér dáið 5 börn á 1. ári af 33 lifandi fæddum börnum, þar af 2 af ginklofa.
Eijrarbakkahérað: Hér við sjávarsíðuna eru flest börn höfð á brjósti og mörg
helzt til of lengi. Til sveita mun pelinn hafður jöfnum höndum. Meðferð barna
verður líklega að heita þolanleg, þótt margt megi að henni finna.
Grímsneshérað: Telja mó það stóra afturför frá því, sem hér hafði tíðkazt, að
konur fást elcki til að hafa börn sín á brjósti.
6. Bólusetningar.
Þær fórust víða fyrir á Vestfjörðum vegna mislinganna. Sums staðar annars
staðar fórust þær fyrir af því, að bóluefni vantaði, og enn annars staðar fórust þær
fyrir í einstökum hreppum af ýmsum ástæðum. Víðast er kvartað um, að bóluefnið
sé lélegt, svo að óviða kom bólan út á helmingi bólusettra, auk heldur fleirum, og
héraðslæknarnir í Borgarfjarðar- og Rangárhéruðum telja, að það, sem þeir fengu,
hafi verið alveg ónýtt. Þó er árangur talinn g'óður af bólusetningunum í einstaka
héraði.
7. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra
fóru hvergi fram.