Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 7
I. Árferði og almenn afkoma.
Tíðarfar á árinu 1950 var samkvæmt skýrslu Veðurstofunnar yfir-
leitt hagstætt um vestanvert landið, en um austurhluta landsins var
mjög óhagstætt sumar- og haustveður. Meðalhiti ársins var um V20
umfram meðallag. Úrkoma í landinu í heild i meðallagi. Sjávarhiti
við strendur landsins var í rúmu meðallagi. Veturinn 1949—50 (des.
—marz) var yfirleitt hagstæður. Meðalhiti var tæplega 1° yfir meðal-
lagi og úrkoma ríflega í meðallagi. Vorið (apríl—maí) var frekar
óhagstætt gróðri, einkum vegna þurrviðra. Hiti var í rúmu meðallagi
og úrkoma % af meðalúrkomu. Sumarið (júni—sept.) var frekar
hagstætt um vestanvert landið, en afar óhagstætt til heyslcapar urn
eystri helming landsins. Gróðri fór frekar seint fram um allt land,
en grasspretta varð þó víðast sæmileg. Nýting heyja var góð vestan
til á landinu, en þrálátar rigningar torvelduðu allan heyskap um
austurhluta landsins. Verst var ástandið í Þingeyjarsýslum og á Aust-
urlandi. Þar eyðilagðist sums staðar að mestu heyfengur bænda, og
það litla, sem hjargaðist af heyjum, var stórskemmt. Manntjón og
skemmdir á nytjalandi og mannvirkjum urðu víða á Austfjörðum
vegna skriðufalla og vatnsflóða. Mun slíkt óþurrkasumar vera með
eindæmum í þessum landshlutum. Hiti var umfram meðallag og
úrkoma 10% meiri en í meðallagi, ef miðað er við landið í heild, en
hún var mjög breytileg eftir landshlutum, og á óþurrkasvæðunum
var allt að tvöföld meðalúrkoma. Uppskera úr görðum var víðast góð.
Sólskinsstundir í Reykjavík voru 47 færri en meðaltal 20 sumra.
Haustið (okt.—nóv.) var frekar óhagstætt á óþurrkasvæðunum, en
sæmilegt í öðrum landshlutum. Hiti og úrkoma voru í rúmu meðal-
lagi. Snjór var með minna rnóti og hagar sæmilegir vestan til á land-
inu, en öllu meiri snjór og hagar lakari um það austanvert.
Til þess að létta undir með útflutningsatvinnuvegum landsmanna,
sem áttu orðið við mikla erfiðleika að stríða, var gripið til þess ráðs
á árinu að ákveða með lögum (nr. 22 19. marz) að fella gengi ís-
lenzkrar krónu um 42,6%, en árangur af gengisfellingunni varð ekki
eins mikill og verða skyldi. Hefði orðið tilfinnanlegur gjaldeyris-
skortur, ef Marshallaðstoðar hefði ekki notið við. í efnahagsmálum
inn á við stefndi liins vegar til aultins jafnvægis. Verðlag fór allmjög
hækkandi og vöruþurrð fór minnkandi, er á árið leið. Atvinnustarf-
semi landsmanna hélzt nokkurn veginn í horfi, neina norðan lands
og vestan, þar sem aflabrestur dró úr atvinnu, og g'ætti þar verulegs