Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 8
6
atvinnuleysis. Kaupgjald og laun hækkuðu lítillega, einkum kaup-
gjald verkamanna í kauptúnum úti um land til samræmis við kaup-
gjald í Reykjavík og helztu kaupstöðum. Vísitala framfærslukostn-
aðar hækkaði frá janúar til marz úr 342 stigum í 355 stig. Með gengis-
fellingarlögunum var reglum um vísitöluútreikning breytt. Samkvæmt
hinum nýju reglum taldist vísitalan í marzbyrjun 459 (1939: 100),
og skyldi eftirleiðis miðað við hana sem 100 stig. Hækkaði hún jafnt
og' þétt á árinu og var í árslok orðin 127 stig.1)
Læknar láta þessa getið:2)
Rvik. Afkoma fólks heldur lakari en áður vegna síaukinnar dýr-
tíðar og minnkaðs kaupmáttar. Yfir vetrarmánuðina bar nokkuð á
atvinnuleysi, þó að það nálgaðist hvergi nærri það, sem var fyrir
stríð. Síðara hluta árs fór iðnaðurinn að dragast saman, og rýrnaði
við það afkoma þeirra, sem hann stunda, en þeir eru sem kunnugt
er allmargir hér í bæ. Smábátaútgerð fer minnkandi í bænum, svo að
oft er erfitt að fá nýjan fisk. Aftur á móti er héðan mikil togara-
útgerð, svo að margir hafa atvinnu af sjávarútvegi.
Hafnarfj. Árferði gott, veturinn mildur, svo að varla sást snjór,
vorið óvenjugott, sumarið einnig. Haustið og veturinn fram að jólum
fremur gott. Afkoma ekki í samræmi við þetta góða tíðarfar. Þorsk-
afli á vertíðinni fremur tregur, síldveiði norðanlands brást enn þá
einu sinni. Síldveiði hér í Faxaflóa í haust og fram á vetur var góð,
og bætti það mikið úr.
Akranes. Árferði erfitt til sjávarins. í janúar og febrúar slæmar
gæftir og tregur afli. í marz, sem talinn er „bezti mánuðurinn", voru
gæftir oft góðar, en afli mjög rýr. Þorskurinn fékk fylli sína af loðnu
og tekur þá ekki síldarbeitu, en hér voru ekki til net til að stunda
veiðarnar með. Hafa netaveiðar ekki tíðkazt hér. Árferði til landsins
mátti heita ágætt og heyfengur bænda góður. Létti og mjög á fóðr-
unum í haust, því að sauðfé var allt skorið hér niður. Sildar- og karfa-
veiðin í haust bætti mjög um atvinnu hér á Akranesi. Þá höfðu allir
vinnu, sem vildu og gátu unnið. Annars hefur atvinna verið rýr og'
afkoma með lakara móti.
Kleppjárnsrcijkja. Veðurfar hagstætt allt árið, en þó heldur of
þurrt. Niðurskurður sauðfjár í Mýrasýslu. Afkoma manna yfirleitt
sæmileg', og búast menn við bættum hag með heilbrigðum fjárstofni.
Borgarnes. Árferði mátti heita gott og afkoma atvinnuveganna
sæmileg nema útgerðarinnar, er nú komst alveg í þrot og fór í skuldaskil.
Ólafsvikur. Allgóðar gæftir til sjávar, en telja verður, að afli á
vetrarvertíð hafi brugðizt verulega vegna fiskleysis, sem aftur er
kennt ágangi útlenzkra togara, sem raða sér eins og veggur frá Eldey
norður með allri strönd og þó einkum hér sunnan og framan undir
nesinu. Aftur á móti gaf dragnótaveiðin ágætan arð og bjargaði allri
afkomu útvegsins hér. Almenn afkoma góð, og atvinnuleysi lítið sem
1) Jafnan undanfarið hefur verið stuðzt við ársskýrslur Landsbankans um það,
sem í Heilbrigðisskýrslum segir af atvinnu- og efnahagsmálum landsmanna almennt,
og svo er enn gert: Landsbanki Islands 1950. Rvík 1952.
2) Ársskýrslur (yfirlitsskýrslur) hafa ekki borizt úr Álafoss, Flateyjar, Patreks-
fj., Siglufj., Húsavíkur, Egilsstaða, Bakkagerðis, Eskifj., Hafnar og Hveragerðis.