Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 9
7
ekkert hér í plássinu, en lakari á Hellissandi, enda algengara þar, að
menn verði að leita sér atvinnu utan pláss. 1 sveitunum var aftur
þrengra um, og veldur því sauðfjárskortur. Hafa því hinir yngri menn
mátt leita til verstöðvanna og í vegavinnu sér til atvinnu. Mjólkur-
sala hefur aukizt.
Stykkishólms. Tíðarfar yfirleitt gott. Spretta frekar sein, en nýting
heyja ágæt. Bændur komast yfirleitt mjög vel af, en tekjur fólks eru
rýrnandi við sjávarsíðuna. Afli rýr og fer stöðugt minnkandi hér á
Breiðafjarðarmiðum. Afkoma útvegsins er þvi mjög slæm. Margir
hafa þó haft allgóða atvinnu í sjávarþorpunum við byggingar og
ýmsar aðrar framkvæmdir. Sumir hafa og nokkurn stuðning af bú-
rekstri, er þeir stunda í hjáverkum. Sumir liafa og nokkrar telcjur
af dúntekju og lundaveiði.
Búðardals. Árferði ágætt. Á árinu fór fyrst að gæta verulega tekna
af sauðfé bænda í vesturhluta héraðsins, en viðkoma fór mest í að
fjölga fénu, síðan fjárskipti fóru þar fram 1947. Afkoma þar varð
því sæmileg. Sama máli gegnir um afkomu bænda í suðurhluta hér-
aðsins, en þar var nú í haust skorið niður allt sauðfé vegna mæði-
veiki og nýtt keypt í staðinn, um 50% að tölu til, miðað við fyrri
fjáreign. Er svo venjulega, þar sem slík fjárskipti fara fram, að af-
koman er sæmileg það ár, en mjög erfið næstu 3—4 árin á eftir, þrátt
fyrir nokkra ríkissjóðsstyrki í þessu skyni. Afkoma manna, sem
stunda landbúnað, var því í meðallagi góð árið 1950, sérstaklega
þeirra, sem voru búnir að byggja á jörðum sínum og rækta túnin
að mestu. Afkoma þeirra fáu manna, sem stunda hér daglaunavinnu,
var nokkru lakari en árið áður, tekjur lítið eitt hærri, en dýrtíð mun
meiri. Sömu sögu er að segja um vörubifreiðarstjóra, sem hafa hér
yfirleitt ekkert að gera fyrir bifreiðar sínar nema að sumrinu, en
rekstrarkostnaður þeirra hækkaði meira en kauphækkun nemur.
Reykhóla. Árferði gott, sumarið mjög þurrkasamt, þrátt fyrir
óþurrka víðast hvar annars staðar á landinu. Afkoma bænda má því
teljast góð á árinu, þrátt fyrir sivaxandi dýrtíð.
Bíldudals. Storma- og umhleypingasamt í janúar og febrúar, en
snjólítið. Tíðarfar úr því mjög gott, og voraði snemma og vel. Sumarið
með afbrigðum gott, heyskapur ágætur. Haustið einnig gott, úrkomu-
lítið, bjartviðri, en frost þegar á leið, þar til 30. nóv., að gerði snjó-
komu og ofviðri mikið, svo að tjón varð á mannvirkjum. Eftir það
gerði blota, því næst frost og svellalög mikil. Fiskafli mjög tregur
allt árið, nema helzt i júní. Atvinna lítil og stopul og afkoma fólks
léleg, svo að jafnað verður við árin fyrir stríð, og bregður mörgum
við velgengni síðustu ára.
Þingeyrar. Gæftir á vetrarvertíð stirðar, afli lélegur, síldarafli lítill,
atvinna léleg, afkoma sjómanna og landvinnufólks slæm. Sumartíð
óvenju þurr, grasspretta mikil og heyværkun auðveld. Uppskera
garðávaxta rýr sakir þurrka, afkoma bænda þó yfir meðallag.
Flateyrar. Árferði talið sæmilegt.
Bolungarvíkur. Tíðarfar gott yfirhöfuð að telja. Á hinn bóginn voru
gæftir til sjávarins að vísu í meðallagi, en afli tregur og bæði haust-
og vetrarvertíð lélegar. Afkoma báta héðan á síldveiðum var betri