Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 10
8
en í meðallagi miðað við aðra, og' tveir þeirra höfðu vel yfir trygg-
ingu. Afkoma almennt var undir meðallagi, en allir hafa þó nóg til
fæðis og klæðis.
Isafi. Árferði fremur illt. Afkoma manna mjög misjöfn, sæmileg'
lijá bændum og búaliði, en með lakasta móti hjá fólki við sjávar-
síðuna vegna illviðra, aflaleysis og stopullar atvinnu. Atvinnurekstur
gekk illa og' greiðslugeta atvinnurekenda verri en nokkru sinni áður.
Áttu sjómenn ógreidda hluti frá sumar- og' haustvertíðum til skamms
tíma.
ögur. Vetur harður, og voraði seint. Sumarið sólríkt og hagstæð
heyskapartíð. Haustið lcom að snemma með úrkomu og illviðrum,
kafaldsbyljum og hagleysi. Afkoma bænda mun þó hafa orðið sæmi-
leg á árinu, en hlutur sjómanna og verkamanna við sjóinn harla lítill.
Árnes. Vor og sumar kalt og votviðrasamt, snemrna vetraði með
þungum snjóalögum. Heyfengur bænda eftir sumarið lítill og lélegur.
Sjór varla stundaður af hreppsbúum nema til matfanga heima fyrir.
Aðeins önnur síldarverksmiðjan starfrækt um sumarið, en engin
síld barst á land. Atvinnubót varð því lítil fyrir heimamenn af verk-
smiðjunum að þessu sinni. Afkoma fólks því með versta móti.
Hólmavíkur. Tíðarfar í meðallagi. Veturinn snjóaléttur, vorið gott
og heyfengur bænda sæmilegur. Afkoma bænda góð, en þorpsbúa
slæm vegna gæfta- og fiskileysis. Verklegar framkvæmdir við hafnax--
gerð bættu úr versta atvinnuleysinu, en síldarsöltun var engin.
Hvammstanga. Vetur frá áramótum mildur og snjóléttur. Vor
heldur kalt og þurrviðrasamt. Tún viða lélega sprottin. Spretta á út-
engi sæmileg að lokum. Uppskera úr görðum léleg. Heyskapartíð
erfið sökum óþurrka. Heyfengur yfirleitt undir meðallagi bæði um
vöxt og gæði. Skepnuhöld góð. Dilkar vænni til frálags en áður hafði
þekkzt. Haustveðrátta góð. í desember oftast norðanátt, mikil frost
og harðviðri. Fjárhagsleg afkoma yfirleitt lakari en undanfarin ár.
OIli því mjög vaxandi dýrtíð og mikil fóðurkaup hænda. Sauðfé
fjölgaði verulega á árinu, og reyndist hinn nýi stofn vel. Garðrækt
fer minnkandi. Afkoma Hvammstangabúa svipuð og undanfarin ár.
Þó lítið um atvinnu seinna hluta ársins. Útgerðarfélagið „Ægir“, sem
stofnað var í fyrra, leyst upp vegna mjög óhagstæðrar afkomu og'
háturinn seldur. Töpuðu ýmsir á því fyrirtæki talsverðu fé.
Blönduós. Árferði sæmilegt, veturinn 1949—50 frekar snjóléttur,
vorið heldur kalt, sumarið mátti kallast þurrviðrasamt nema úti á
Skaga, þar sem þoku gætti talsvert, haustið gott, en þegar dró að
áramótum, gerði allmikla fönn. Afkoma mátti heita góð, sauðstofn-
inn, sem fenginn var með fjárskiptunum, reyndist yfirleitt vel, fastur
markaður fyrir mjólk og allgóð atvinna við byggingarframkvæmdir,
einkum í Höfðalcaupstað og \áð vegavinnu. Aflatregða var þó um
haustið hjá bátum þeim, sem sjó stunda frá Skagaströnd, og sildin
brást eins og fyrr.
Sauðárkróks. Afkoma fólks í héraðinu mun hafa verið sæmileg,
einkum bænda, en þó lakari en undanfarin ár vegna vaxandi dýrtíðar.
Atvinna kaupstaðarbúa var drjúgum minni en undanfarin ár, enda
minna um byggingarframkvæmdir, úlgerð lítil og engin síldarsöltun.