Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 11
9
Afkoma báta þeirra, er héðan voru gerðir út, var slæm. Talsverð at-
vinna var við hraðfrystihúsið mest allt árið. Nokkur vinna var einnig
við áframhaldandi lagningu innanbæjarlcerfis rafveitunnar og við
það, að símalínur bæjarins voru lagðar í jörð. Annars eru alltaf
nokkrir, sem liafa kýr og' kindur og af því nokkurn fjárhagslegan
stuðning.
Hofsós. Árferði í meðallagi gott. Almenn afkoma fer mjög versn-
andi bæði til sjávar og sveita vegna sívaxandi dýrtíðar. Bændur sauð-
lausir þetta ár vegna niðurskurðar haustið 1949 og' afkoma þeirra
þess vegna mjög erfið, einkum þeirra, sem enga mjólkursölu hafa.
Þar við bættist, að bætur vegna niðurskurðarins urðu mun óhag'-
stæðari en áður hafði verið lofað.
Ólafsfj. Tíðarfar erfitt, sumar votviðrasamt, grasspretta sæmileg,
en nýting heyja slæm. Atvinna með minna móti. Þorskveiði léleg,
síldveiði brást. Nokkur vinna á hraðfrystihúsum. Lítið unnið að hafn-
argerð og byggingarvinna lítil. Margt fólk fór í atvinnuleit í ársbyrjun.
Afkoma manna heldur léleg. Á stríðsárunum kunnu íslendingar ekki
að vera ríkir. Eyddu öllu. Éinu sinni kunnu þeir að vera fátækir, en
þeirri list hafa þeir týnt.
Dalvíkur. Sumarið óþurrkasamt, nýting heyja slæm. Síldveiði brást
að mestu. Vaxandi dýrtíð, einkum seinni hluta ársins. Almenn af-
koma versnandi.
Akureyrar. Veðrátta fremur slæm allt árið. Sumar votviðrasamt
og' sólarlítið, vetur snjóþungur. Afkoma héraðsbúa mun lakari en
árið áður. Bæði varð heyfengur minni á þessu ári vegna hinna miklu
og langvinnu óþurrka hér, og' einnig' brást síldarvertíð að mjög veru-
legu leyti. Varð útkoman því sú, að sjómenn á síldveiðiflotanum
höfðu aðeins kauptryggingu, og mátti það ekki minna vera. Tilfinnan-
legt atvinnuleysi þó ekki á þessu ári, enda byggingarvinna töluverð,
og eins og undanfarin ár unnu margir hér að iðnaði, þótt nokkur
merki væru þess, að iðnaðurinn hefði við ýmsa erfiðleika að stríða.
Grenivikur. Heyfengur bænda með minnsta og lakasta móti.
Bændur þurftu þó ekki að fækka við sig skepnum, né fá hjálp nema
eitthvað í Fnjóskadal. Frá Grenivík reru 8 trillubátar, 1 vélbátur og
2 vélbátar gerðir út liéðan á vertíð fyrir sunnan og á síldveiðar síðast
liðið sumar. Frekar lítið fiskaðist hér, síldveiðin gekk illa, og þorsk-
afli á þá báta, sem á vertíð fóru, varð frekar rýr. Þrátt fyrir þetta
inun almenn afkoma sæmileg yfirleitt. Aftur mun halli á útgerðinni.
Breiðumýrar. Tíðarfar mjög óhagstætt. Vor óvenjuhart, sumar
mjög votviðrasamt, og vetraði snemma. Heyfengur lélegur bæði að
magni og gæðum. Kartöfluuppskera í meðallagi. Almenn afkoma
yfirleitt sæmileg, en fer þó versnandi.
Kópaskers. Sumar eitt hið úrkomusamasta, sem menn muna. Hey-
skapur gekk með afbrigðum illa, bæði lítill og hey mjög skemmd.
Sums staðar náðist ekki öll taða af túnum, og var henni rakað ónýtri
af þeim um haustið eða vorið. Vetur gekk óvenju snemma í garð ineð
snjóum. Kom fé víða á gjöf um miðjan nóvember, en það er sjald-
gæft liér. Dilkar voru vænir um haustið, en nokkru færra slátrað en
haustið áður vegna sölu lífgimbra til fjárskiptasvæða. Ekki fækkuðu
2