Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 12
10
menn fé til muna, þrátt fyrir lítinn heyskap. Sildveiði var lítil, en þó
nokkuð sallað og brætt á Raufarhöfn og' atvinna þar sæmileg.
Þórshnfnar. Vetur harður, vor kalt, surnar úrkomusamt. Gras-
spretta lítil, heyfengur með minna móti. Afkoma til sveita verri en
áður. Garnaveiki í sauðfé gerði vart við sig. Afkoma sjómanna með
rýrara móti. Almennur atvinnuskortur í þorpinu á vetrum.
Vopnafj. 7. júlí gekk í stórrigningu af suðaustan, og ur því mátti
heita þrotlaus ótíð allt til áramóta, þegar frá eru taldir nokkrir þurrk-
dagar um veturnætur. Grasspretta varð að lokum ágæt, en hey
hröktust til stórskemmda og eyðilögðust sumpart með öllu. Varð hey-
fengur því bæði lítill að vöxtum og þó enn rýrari að gæðum. Er sumar
þetta hið versta, sem komið hefur í manna minnum og á þessari öld
ekkert sambærilegt sumar nema 1903, en þá byrjuðu óþurrkar þó
ekki fyrr en um 20. júlí. Kartöfluuppskera mun hafa orðið í meðal-
Iagi. Fjárpestir — garnaveiki og kýlaveiki — breiddust enn frekar út
um héraðið og ollu miklu tjóni. Áfkoma bænda allgóð fjárhagslega,
enda hækkuðu landbúnaðarafurðir, einkum ull og gærur. verulega í
verði. Fiskafli rýr, og höfðu þeir, sein sjó stunduðu, lítið upp. Atvinna
óvenjumikil í landi við ýmsar meira háttar framkvæmdir. Afkoma
landverkamanna því með allra bezta móti, eftir því, sem hér gerist.
Verð á öllum vörum og nauðsynjum fór stórhækkandi síðara hluta árs.
Seyðisjj. Tíðarfar með fádæmum vont. Hið mesta óþurrkasumar,
sem elztu menn muna eftir. Grasspretta í meðallagi, en nýting heyja
víðast hvar óskaplega léleg. Ekki sjaldgæft, að fyrsta slægja á túnum
yrði úti og lenti undir gadd. Þeir örfáu, sem byrjuðu slátt í júní, náðu
inn óskemmdri töðu. Uppskera garðávaxta einnig lítil og' nýting
þeirra slæm. Kýr mjólkuðu yfirleitt illa, en vænleiki sauðfjár mun
hafa verið í meðallagi, þvi að fénaður gekk sæmilega undan. Afla-
brögð fremur rýr, eins brást síldveiði eitt sumarið enn. Togarinn ís-
ólfur veiddi þó yfirleitt vel og stundaði t. d. karfaveiðar með góðum
árangri, meðan á togaraverkfallinu stóð. Smábátaútgerð er aðeins
stunduð að sumrinu og fer minnkandi. Atvinna með minna móti að
sumrinu, en haustmánuðina var óvenjumikil vinna við fiskbræðslu,
og bætti það dálítið úr fyrir fólki. Almenn afkoma fólks hér er sæmi-
leg, þrátt fyrir óáran þá, sem yfir oss hefur dunið. Búa menn þar að
einhverju leyti að gömlum merg.
Nes. Arferði með allra versta móti, þannig að vart þótti sjá til sólar
mestan hluta ársins. Afkoma fólks virtist vera góð, því að allt er
keypt, sem í verzlanir kemur, en menn eru heldur aðsjálli með vöru-
kaup en áður. Sparisjóðurinn á staðnum sýnir líka minnkandi spari-
fé manna.
Djúpavogs. Afkoma fólks yfirleitt sæmileg. Hér á Djúpavogi þó
lakari en árið áður vegna lélegrar vertíðar. Sumarið bændum erfitt
vegna sífelldra óþurrka.
Kirkjubæjar. Vetur fremur snjóléttur, vor gott, en þó talið fremur
kalt. Grasspretta í góðu meðallagi, en grasmaðkur aldrei meiri síðan
fyrir Kötlugosið síðasta. Olli hann miklu tjóni. Sumar mjög óþurrka-
samt, en haust ágætt og vetur sæmilegur. Gaddaði samt mikið á auða