Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 13
11
jörð, og tvisvar komu aftakaveður, sem orsökuðu nokkrar skemmdir
á mannvirkjum.
Vestmcinnaeyja. Rysjótt tíð og umhleypingasöm framan af ári, en
batnaði, þegar leið á vertíð. Sumar óþurrkasamt, en heyfengur betri
hér en víða á landinu, því að oft komu þurrkflæsur, sem notaðar
voru af kostgæfni. Hausttíð allgóð. Sumarveiði síldar brást þeim, sem
fóru norður til síldveiða, og bættist aflaleysissumar við undanfarin
sumur. Er á mörgum að heyra, að þeir séu farnir að þreytast á síld-
inni þar nyrðra, og sjálfsagt færi betur, að fleiri bátar sæktu heima-
mið, því að oft er þar aflasælt í dragnót og botnvörpu. í apríl ágætur
þorskafli í net, og var vertíðin talin góð. Á yfirborðinu virðist af-
koma fólksins góð. Ekki sést annað en allir hafi nægilegt að bíta og
brenna. Geigur grípur marga hugsandi menn vegna verðfalls pen-
inga og stöðugt vaxandi dýrtiðar, sem veldur vaxandi öryggisleysi
og kvíða.
Stórólfshvots. Tíðarfar sæmilegt hér um slóðir. Grasspretta ágæt
á túnum og nýting lieyja sæmileg. Afkoma manna allgóð, að vísu
jókst dýrtíð nokkuð vegna gengislækkunar og fleiri ástæðna. Verzlun
batnaði verulega, frá því sem áður var. Vörur nægar í hvaða búð
sem var, þegar kom fram á árið, og svartamarkaðsbrask minnkaði.
Eyrarhakka. Vetur frá áramótum mildur og snjóalítill, vor kalt,
sumar votviðrasamt, haust og vetur til ársloka úrkomulítið og kalt.
Gæftir á vetrarvertíð sæmilegar og aflabrögð góð, sumarafli sæmi-
legur, haustafli enginn. Heyafli góður og nýting sæmileg. Garðávextir
með langmesta inóti. Afkoma góð.
Selfoss. Talsverð frost og snjókomur, en skepnuhöld góð. Spretta
í meðallagi, en heyskapartið mjög erfið vegna óþurrka. Hey hröktust
því nokkuð hjá þeim, sem ekki höfðu nægar votheysgryfjur eða
súgþurrkun. Næg atvinna fyrir alla og hagur fólks yfirleitt blómlegur.
Laugarás. Veturinn eftir áramót fremur mildur, en noklcuð úr-
komusamur. Voraði vel og grasspretta góð. Sumarið sólríkt og gott í
uppsveitum, en nokkuð úrkomusamt i lágsveitum og heynýting sam-
kvæmt því nokkuð misjöfn, þó hvergi slæm. Heyfengur í mesta lagi,
uppskera garðávaxta góð. Afkoma að því leyti góð, en kaupgeta fer
þó greinilega minnkandi sökum vaxandi dýrtíðar.
Keftavílcur. Veðurfar með bezta móti á árinu. Stillur og gæftaveður
á vetrarvertíð og aflabrögð í meðallagi. Sumarið óvenjusólríkt, og
hey nýttust vel. Atvinnuleysi ekki svo, að teljandi sé, og afkoma
manna fremur góð.