Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 22
20
r
Bolunqarvikur. Fólki fjölgaði lítillega á árinu.
Isaff. Fólki fækkaði hér í kaupstaðnum vegna brottflutnings, en
fjölgaði í Eyrarhreppi um 15 manns. Barnkoma i meðallagi. Mann-
dauði með minna móti.
Ögur. Fólki fækkar enn, viðkoma er lítil, en dauðsföll fá.
Árnes. Fólkstal enn hægt lækkandi í héraðinu. Drangar, sem fóru
í eyði fyrir 3 árum, byggðust að nýju, er bóndinn, sem fluttur var
á Akranes og undi ekki á mölinni, flutti sig aftur heim með konu
og 2 börn. Mun það vera eitt afskekktasta byggt ból á íslandi nú.
Hólmavíkur. Fólksfækkun varð svipuð og undanfarin ár, en barn-
koma í meðallagi. Manndauði í meira lagi.
Hvammstanga. Fólksfjölgun í fyrsta sinn síðan 1940.
Blönduós. Fólksfjöldi fór enn nokkuð vaxandi, enda barnkoma
með allra mesta móti. Fólki fjölgaði heldur í öllum sveitum, að
strandlengjunni utan Laxár undantekinni, en þaðan hefur Höfða-
kaupstaður sogað til sín fólk undanfarin ár. Mun engin jörð hafa
farið í ej^ði þetta ár í öllu héraðinu. Langmesta barnkoma, sem hér
hefur verið um langt skeið. Viðkoman í sveitunum hefur aukizt meira
en í kaupstöðunuin, enda er afkoman og atvinnuskilyrðin orðin betri
í sveitum héraðsins en í kauptúnunum. Manndauði með langmesta
móti.
Sauðárkróks. Fjölgun héraðsbúa kemur öll á Sauðárkrók og eina
sókn í sveitinni. Virðist fólki nú vera aftur að fjölga i sumum sveit-
um, en alltaf fækkar á Skaga. Fæðingar eru með flesta móti og
manndauði einnig með mesta móti.
Hofsós. Merkilegast við fjölgun þá, sem orðið hefur í héraðinu, er
það, að hún er nærri öll í afskekktustu sveitinni, Fljótunum. Þar
hefur undanfarin ár fjölgað jafnt og þétt. Yfirleitt finnst mér, að
þróunin sé nú að snúast við sveitunum í hag, og er það vel farið.
Ólafsffarðar. Fólksfjölgun lítils háttar.
Dalvíkur. Fólksfjölgun nokkur, stafaði af innflutningi.
Akureyrar. Fjölgun, eins og á undanfarandi árum næstum ein-
göngu í Akureyrarbæ.
Grenivíkur. Fólksfjöldi næstum hinn sami og síðast liðið ár.
Breiðumýrar. Fólksfjöldi litlu betur en staðið í stað. Á árinu fædd-
ust 12 lifandi börn, en 13 menn dóu. Þessi lága fæðingartala á sér
einkum tvær orsakir. Annars vegar þá, hve erfitt er að fá jarðnæði
í héraðinu, svo að unga fólkið, sem stofna vill bú, verður að hrökkl-
ast burt úr heimahögum sínum, en hins vegar þá, að mjög mikil
brögð eru að því, að bændur séu ókvæntir, og kveður svo rammt að
þessu í einu bygg'ðarlaginu, að ókvæntu bændurnir eru í meira hluta.
Kópaskers. Fjölgun héraðsbúa öll á Raufarhöfn.
Þórshafnar. Fólksfjölgun lítils háttar.
Vopnaff. íbúum héraðsins fjölgaði lítið eitt. Er það i fyrsta skipti
um langt skeið, að ekki hefur fækkað í héraðinu.
Seijðisff. Fólksfjöldi staðið nokkurn veginn í stað 2 undanfarin ár.
Með meira móti bar á brottflutningi fólks allt til fyrirheitna lands-
ins — en alltaf flytzt eitthvað inn í bæinn, því að höfðatalan helzt,
a. m. k. á pappírnum.