Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 23
21
Nes. Fæðingum fækkað í kaupstaðnum, ef til vill vegna versnandi
afkomu almennings. Eitthvað af fólki hefur flutzt burtu.
Djúpavogs. Fólksfjöldi stendur nú að heita má i stað í héraðinu.
Kirkjubæjar. Fólki fækkaði.
Vestmannacyja. Fólksfjölgun nokkur á árinu.
Stórólfshvols. Nýlunda í sögu héraðsins nú um fjölda ára, að fleiri
eru eftir í árslok en í byrjun ársins.
Eyrarbakka. Fólksfjöldi að heita má óbreyttur, barnkoma og mann-
dauði við meðallag.
Laugarás. Héraðsbúum fjölgað jafnt og sígandi síðan 1947, en mest
á þessu ári.
Keflavíkur. Fólksfjölgun vegna aðflutts fólks fer heldur vaxandi
en minnkandi. Blómleg bátaútgerð, nálæg auðug fiskimið, fjölgun hrað-
frystihúsa og aukin atvinna og afkomumöguleikar i sambandi við
allt þetta samanlagt, að ógleymdum Keflavíkurflugvelli, sem stöðugt
veitir talsverða atvinnu, dregur fólk að, sem flosnar upp úr harð-
býlum útkjálkasveitum, í mildara veðurfar og aukna afkomumögu-
leika.
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Fjöldi kvillatilfella landlægra sótta með mesta móti, ef skráning væri
einhlít til vitnisburðar um, en svo er ekki, því að vel má valda, að skrán-
ing farsótta sé betur rækt en áður. Er ríkt gengið eftir því, einkum í
Reykjavík. Víst hefur almennt heilsufar ekki verið að því skapi verra
en áður sem þessi aukning skráðra sjúklinga með almennar land-
lægar sóttir bendir til. Af aðvífandi sóttum voru á ferð inflúenza,
mislingar, hettusótt og kikhósti, en létu ekki mikið að sér kveða, enda
inflúenza tæplega allt, sem til inflúenzu var talið. Manndauði var í
lágmarki á árinu, 7,9%0, og almenn dánartala aðeins einu sinni verið
svo lág, þ. e. á síðast liðnu ári.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Heilsufar mestan hluta árs sæmilega gott.
Hafnarfj. Heilsufar mátti heita gott. Farsóttir, sem gengu, lögðust
létt á, og manndauði af þeirra völdum var lítill.
Kleppjárnsreykja. Heilsufar í meðallagi. Farsóttir talsvert út-
breiddar, en oftast vægar.
Stykkishólms. Árið frekar kvillasamt.
Búðardals. Heilsufar gott, nema nokkuð kvillasamt í maí og júní.
Reykhóla. Heilsufar yfirleitt gott á árinu.
Bíldudals. Heilsufar í lakara lagi.
Þingeyrar. Heilsufar fremur gott.
Isafj. Heilsufar með lakara móti á árinu aðallega vegna farsótta.
Ögur. Heilsufar mun hafa verið gott á árinu. Skráð tilfelli farsótta
eru fá, og engir teljandi faraldrar gengu yfir héraðið.
Árnes. Heilsufar gott.
Hólmavíkur. Heilsufar í lakara lagi, einkum síðara hluta árs.