Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 24
22
Hvammstanga. Þrátt fyrir nokkru fleiri skráð farsóttartilfelli en
árin áður, má segja, að heilsufar hafi verið gott.
Blönduós. Sóttarfar með meira móti á árinu, því að inflúenzu-
kennd kvefsótt gekk allan fyrra liluta ársins, mislingar allan seinna
hluta þess, og hettusótt stakk sér niður um sumarmánuðina.
Sauðárkróks. Talsvert bar á farsóttum á árinu, aðallega þó mán-
uðina marz—apríl, er inflúenzan gekk yfir.
Hofsós. Heilsufar yfirleitt gott á árinu.
Ólafsfjarðar. Heilsufar gott.
Dalvikur. Heilsufar gott á árinu.
Akuregrar. Heilsufar með lakara móti á árinu, en þó einkum slæmt
4 fyrstu mánuðina. Engar stórsóttir gengu hér á árinu, nema inflú-
enza mánuðina febrúar—apríl, og svo nokkuð af hettusótt fyrra
helming ársins.
Grenivikur. Heilsufar með lakara móti.
Breiðumgrar. Heilsufar með allra bezta móti, og farsóttatilfelli með
afbrigðum fá.
Kópaskers. Heilsufar mátti teljast gott á árinu.
Þórshafnar. Heilsufar í meðallagi á árinu.
Vopnaj]. Farsótta gætti nokkru meira en næstu 2 ár á undan. eink-
um kvefsóttar og inflúenzu.
Segðisfj. Heilsufar almennt sæmilega gott, þrátt fyrir óáran þá,
sem steðjaði að á árinu.
Nes. Heilsufar yfirleitt gott.
Búða. Heilsufar með lakara móti.
Djúpavogs. Heilsufar yfirleitt gott í héraðinu.
Kirkjubæjar. Heilsufar ágætt.
Víkur. Kvillasamt á árinu.
Vestmannaegja. Fremur kvillasamt vertiðarmánuðina og haust-
mánuði.
Stórólfshvols. Heilsufar í góðu meðallagi.
Laugarás. Sóttarfar mikið og hið mesta, sem verið hefur síðast
liðin 4 ár, einkum fyrstu 3 mánuði ársins.
Keflavíkur. Heilsufar er yfirleitt gott á árinu.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—27.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
Sjúldingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 4781 5506 5608 4793 6588 5936 5273 4689 6909 8737
Dánir ........ 1 „ 1 2 4 „ 2 1 1 „
Skráð með almesta móti, en að öðru leyti ekki frábrigðileg því, sem
gerist og gengur um þann kvilla.