Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 25
23
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Mest yfir vetrarmánuðina, einkum í desember.
Hafnarfi. Mest fyrstu 3 mánuði ársins. Nokkuð bar á miðeyrabólgu
upp úr henni.
Akranes. Kom fyrir alla mánuði ársins eins og að undanförnu, en
einkum var óvenjulegur faraldur að henni í febrúar til apríl.
Kleppjárnsreykja. Viðloðandi flesta mánuði ársins, oftast væg, en
nokkrum sinnum fylgdu ígerðir.
Borgarnes. Faraldur í ársbyrjun og fram eftir árinu.
Ólafsvíkur. Stakk sér niður flesta mánuði.
Stykkishólms. Verulegur faraldur að kvilla þessum fyrstu 4 mánuði
ársins og hagaði sér undarlega. Sérstaklega áberandi mikill eitlaþroti
utanvert á hálsi, í sublingval- og retromandibulareitlum. í mörgum
tilfellum bar mikið á bjúg i andliti og á augnlokum. Hiti oft hár og
recidiverandi og eitlaþroti oft mjög þrálátur. Nokkrir fengu otitis
media. Dottið hefur mér í hug, hvort hér hafi kannske verið um
mononucleosis að ræða í sumum tilfellum.
Búðardals. Allmikið um slæma hálsbólgu í apríl, maí og júní. Virtist
einkum leggjast á börn, en fullorðnir urðu þó verr úti, ef þeir fengu
hana. Hiti mjög hár og lengi að fara. Sumir fengu hana upp aftur og
aftur. Hósti og þyngsli fyrir brjósti fylgdu hálsbólgu þessari, en við
hlustun fannst ekkert sérstakt. Sjúklingar virtust lengi á eftir mjög
slappir.
Reykhóla. Nokkur tilfelli, flest væg.
Bildudals. Varð lítið vart nema í júlí- og ágústmánuði.
Þingeyrar. Slæðingur alla mánuði nema í nóvember. Flest tilfelli í
júlí og ágúst. Engir fylgikvillar.
Bolungarvíkur. Meira og minna allt árið, en ekkert sérstakt um það
að segja, nema það sem síðar getur um adenitisfaraldur (sbr. umsögn
um inflúenzu hér á eftir).
Isafj. Óvenjulega áberandi og viðloðandi alla mánuði ársins.
Árnes. Allsvæsin í 12 ára dreng, sem svo síðar fékk nephritisein-
kenni, sem hurfu þó á um mánaðartíma.
Hólmavíkur. Nokkur tilfelli mánaðarlega allt árið. Faraldur á
Drangsnesi í apríl í kjölfar hlaupabólufaraldurs. Eyrnabólga algengur
fylgikvilli.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli mánaðarlega allt árið, flest í marz
og júlí; yfirleitt væg. 2 sjúklingar fengu ígerðir. Ég notaði talsvert
pensilintöflur með góðum árangri, að því er virtist.
Blönduós. Var á ferðinni allt árið, og fylgdi ígerð nokkrum tilfell-
unum.
Sauðárkróks. Gerir mikið vart við sig allt árið, og er faraldur að
henni suma mánuði, einkum í júlí og nóvember. Batnaði venjulega
fljótt við súlfalyf og pensilín.
Hofsós. Örfá tilfelli flesta mánuði ársins.
ólafsfjarðar. Gerði vart við sig í fleslum mánuðum ársins.
Akureyrar. Hefur gengið hér alla mánuði ársins, eins og undanfar-
andi ár. Mest brögð að henni i febrúar og júní.