Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 27
25
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Gætir allt árið. Eykst mjög í nóvember og er orðin faraldur í
desember. Búast má þó við, að einhver hluti hinna skráðu kvefsóttar-
tilfella í desember hafi raunverulega verið inflúenza, sem breiddist ört
út í bænum eftir áramót.
Hafnarfi. Tíðust á fyrsta ársfjórðungi. Sumarmánuðina kvað lítið
að henni. Alltaf væg.
Akranes. Fyrstu mánuði ársins gekk þung kvefsótt, sem líktist
inflúenzu. í sambandi við hana var nokkuð um otitis, enda otitis
haemorrhagica, svo og nokkur lungnabólga.
Kleppjárnsreykja. Hæst á sjúkraskrám flesta mánuði ársins eins
Og svo oft áður. Þessi leiði kvilli virðist helzt heimsækja þá, sem þjást
af fjörefnaskorti, a. m. k. standa þeir áberandi vel af sér kvef, sem
neyta lýsis daglega allt árið.
Borgarnes. Kveffaraldur með nokkurri lungnabólgu, einkum fyrra
hluta árs, en minnkaði upp úr miðju ári.
Ólafsvikur. Þar stendur hnífurinn í kúnni að aðgreina svo viðhlít-
andi sé kvef og kvefpest, einkum af því að hin síðar nefnda er orðin
endemisk hér á landi. Hef ég því tekið þann kost að telja inflúenzu,
þegar heil heimili (oftast barnaheimili) falla i einu fyrir kvef- og
beinverkjafaraldri.
Stykkishólms. Allútbreidd allt árið, einna mest ber þó á henni fyrra
hluta árs. Oft erfitt að greina á milli hennar og inflúenzu.
Búðardals. Viðloðandi fyrra helming árs, en mest kvað að henni í
maí og júní.
Reykhóla. Töluvert bar á kvefsótt flesta mánuði árs, en án fylgi-
kvilla.
Bíldudals. Allmikið um kvefsótt allt árið nema helzt i nóvember.
kingeyrar. Viðloðandi alla mánuði nema í janúar, flest tilfelli vor
og haust.
Bolungarvíkiir. Meira og minna allt árið.
Isafj. Aberandi, en þó mest vor og haust. Sóttin væg og fylgikvilla-
laus.
Hólmavikur. Óvenjumikil allt árið. Faraldur á Hólmavík í marz—
apríl og aftur i júní inflúenzulík farsótt, sem tók einkum yngri börnin.
Byrjaði ýmist með þurrum barkahósta í nokkra daga og háum hita
fyrst á 3.—4. degi með einkennum bronchitis capillaris eða með háum
hita og kvefeinkennum síðar. 7 börn skráð með kveflungnabólgu sem
fylgikvilla kvefpestarinnar. Þá var eyrnabólga algengur fylgikvilli og
purulent í 3 tilfellum. Þá enn kveffaraldur í desember.
Hvammstanga. Slæðingur allt árið, inest í marz. Væg.
Blönduós. Mjög útbreidd fyrstu sjö mánuði ársins. Mun vera sönnu
nær að telja þetta inflúenzu að meira eða minna leyti, enda var farið
að telja það svo, er á árið leið, sbr. síðar.
Sauðárkróks. Gerir að vanda nokkuð vart við sig, einkum í byrjun
ársins og i árslolc. Var frekar væg, og bar lítið á fylgikvillum. Er eng-
inn sjúklingur skráður með kvefsótt í apríl, þegar innflúenzan gekk,
enda verður oft ekki greint þar á milli.
Hofsós. Vart alla mánuði ársins. Gekk sem faraldur í apríl.
4