Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 28
26
Dalvíkur. Kvefíaraldur í maí—júní.
Akureyrar. Með meira móti allt árið.
Grenivikur. Allmikið var um kvefsótt allt árið og þrálát á sumum;
mest um hana í marz, apríl og maí og svo aftur í desembermánuði.
Breiðumýrar. Kvefsóttartilfelli með eindæmum fá á árinu.
Kópaskers. Gerði vart við sig mestallt árið. Flest tilfelli í marz og
svo aftur í ágúst. Lítið um kvef, er á leið haustið, og hélzt svo allan
veturinn.
Þórshafnar. Allt árið. Faraldur í marz og september.
Vopnajj. Gekk sem faraldur fyrra hluta árs, einkum i janúar og maí,
svo og í nóvember. Má segja, að það sé föst regla, að kvefpest gjósi
upp eftir komu vertíðarfólksins í maí. Einnig mjög oft um mánaða-
mótin október og nóvember, er veturinn gengur í garð. Að sjálfsögðu
segja skýrslurnar ekki nema hálfa söguna. Mikill meiri hluti kvef-
sóttarsjúklinga leitar ekki læknis og kemur því ekki á mánaðar-
skrárnar.
Seyðisfj. Mikið kvað að kvefsótt allt árið.
Nes. Ekki hægt að segja, að neinn faraldur hafi gengið, en mest
var um sjúkdóminn í nóvember og desember. Ekki áberandi fvlgi-
kvillar.
Búða. Viðloðandi allt árið, eins og endranær, oft þrálát og þung,
einkum meðal barna.
Djúpavogs. Mjög lítið gert vart við sig á árinu. Má segja, að ekki
hafi orðið kvefs vart 4—6 síðustu mánuði ársins.
Kirkjubæjar. Nokkuð illkynjað kvef gekk i maí til júlí með allhá-
um hita og ýmsum fylgikvillum.
Víkur. Töluvert um kvef á árinu.
Vestmannaeyja. Gerði vart við sig ineira og minna allt árið, þó
einkum haust og vor. Langtíðust hefur veikin verið í hörnum, 0—10
ára. Hafa sum börnin fengið upp úr því lungnabólgu, sem yfirleitt
batnaði vel við súlfalyf og pensilín. Fyrra helming ársins bar mest á
veikinni og svo aftur á haustmánuðum.
Stórólfshvols. Alltaf slæðingur, eins og vant er, mest yfir vor- og
sumarmánuðina, minnst á hausti og framan af vetri, eins og oftast
er, ef ekki er um eiginlega farsótt að ræða.
Eyrarbakka. Fjöldi tilfella mánaðarlega allt árið. Mest fyrstu og
síðustu mánuðina.
Laugarás. I uppsiglingu síðustu mánuði fyrra árs, en náði hámarki
í febrúar—marz þ. á. Lagðist allþungt á með recidivum og ýmsum
fylgikvillum, svo sem eyrnabólgu og lungnabólgu, og mætti ef til vill
telja kverkabólguna eins konar fylgikvilla. Mátti heita einn samfelldur
faraldur allt árið, með hámarki í marz. Úr því dvínandi með lágmarki
í september, en síðan aftur vaxandi árið út.
Keflavikur. Kvefsótt má teljast viðloða allt árið, en þó ekki verulega
illkynjuð. Mest bar á henni framan af árinu, febrúar—apríl, en fer
minnkandi úr því. Mikið ber á framtali kvefsjúklinga af Keflavíkur-
flugvelli, og ber þar sennilega tvennt til, nákvæm tiund og óvani út-
lendinga við umhleypingasamt tíðarfar, meira en þeir hafa átt að
venjast.
■