Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 29
27
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
Sjúklingctfjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 9 11 63 1 1 3 2 „ 1
Dánir ........ 1 1 2 „ „ 2 1 1
Er ekki getið á árinu, en bólusetningar víða iðkaðar, einkum með
allgóðri reglu í Reykjavík, og varðar það mestu.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Engin tilfelli skráð á árinu. Bólusett á vegum Heilsuverndar-
stöðvarinnar alls 2421 barn, þar af 805 í fyrsta sinn.
Hafnarfj. Mikið vantar á, að fólk komi með börnin til 3. bólusetn-
ingar eftir 1—2 ár, oft gleymist það algerlega.
Kleppjárnsreykja. Varð ekki vart á árinu. Nokkuð um ónæmis-
aðgerðir.
Stykkishólms. Hefur ekki orðið vart í héraðinu um langt árabil.
Þess skal getið hér, þó að seint sé, að á árunum 1948—1949 bólusetti
ég gegn barnaveiki 244 börn í Stykkishólmshéraði og 40 börn í Flat-
eyjarhéraði.
Þingeyrar. Ekkert tilfelli, flest börn héraðsins bólusett gegn veik-
inni.
Isafj. Varð ekki vart. Bólusett mun hafa verið við þessari sótt, en
skilríki eru ekki fyrir hendi um það.
Blönduós. Gekk ekki, en nokkur börn voru endurbólusett við henni.
Sauðárkróks. Héraðslæknir gaf fólki kost á að fá börn sín bólusett
gegn barnaveiki, og voru 15 börn bólusett í fyrsta sinn og nokkur
endurbólusett. Ef ekki heyrist neins staðar uin faraldra, er fólk mjög
tómlátt með að bólusetja börn sín.
Seyðisfj. Hefur aldrei gert vart við sig hér, síðan ég varð héraðs-
læknir. 2 síðustu árin hefur fólki veitzt kostur á að fá börn bólusett
gegn barnaveiki. Hafa 50—60 börn verið þannig bólusett hvort árið.
Sjúkrasamlagið hefur greitt bóluefnið, en læknisverkið hefur mér ekki
fundizt taka að innheimta hjá hlutaðeigendum.
Vestmannaeyja. Enginn veikzt á árinu, svo að vitað sé. Fólki var
gefinn kostur á að láta bólusetja sig, og gerðu læknar það á vegum
ungbarnaverndar. Voru um 200 börn bólusett í sumar og haust.
Stórólfshvols. Nolckur börn bólusett gegn veikinni.
Laugarás. Engin, og ekkert bólusett á árinu.
Keflavíkur. Ekkert vart á árinu. Héraðslæknir fór í 7 hreppa hér-
aðsins og gaf kost á bólusetningu gegn veikinni, og var það talsvert
notað.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
Sjúklingafföldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 135 338 9 49 332 20 85 3 5 4
Dánir ........ 1
A >> >> >> >> >> >> >» >> >>
Aðeins getið i einu héraði (ísafj.), án þess að nánara greini.