Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 30
28
5. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Töflur II. III og IV, 5.
Sjúklingctfiöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl........ 13 14 15 9 9 12 13 5 9 8
Dánir ....... 3 3 3 1 1 1 1 „ „ „
Auk 8 tilfella skráðra á mánaðarskrár í 5 héruðum (Þingeyrar 1,
Sauðárkróks 3, Nes 1, Víkur 2 og Keflavíkur 1) er á ársyfirliti um
barnsfarir getið um lítils háttar sótthita í sængurlegu tveggja kvenna,
annarrar í Húsavíkur, en hinnar í Seyðisfj., brjóstameina tveggja
sængurkvenna og æðabólgu hinnar þriðju í Keflavíkur, sbr. enn
fremur það, sem héraðslæknir í Laugaráshéraði segir hér á eftir af
phlegmone alba í konu þar.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Varð ekki vart.
Þingeyrar. 1 primipara veiktist. Batnaði við pensilín og súlfagjöf.
Hólmavíkur. Aldrei skráð, né getið af ljósmæðrum.
Sauðárkróks. 3 konur eru skráðar með barnsfararsótt. Ein þeirra
hafði fætt mjög vanskapað og macererað fóstur; lá hún alllengi, fékk
andnexitis, en batnaði loks við pensilín. Hinar 2 fæddu á sjúkrahús-
inu; munu fósturhimnur hafa setið eftir hjá annarri þeirra, en fæð-
ingar gengu annars eðlilega. Batnaði þeim báðum fljótlega við pensilín.
Segðisfi. Ein kona fékk dálítinn sótthita á 4. degi eftir spontan fæð-
ingu (í sjúkrahúsinu). Hitasóttin hvarf eftir nolckrar sprautur af
pensilíni (200000 e.).
Nes. 1 kona, 18 ára frumbyrja, fékk 39° hita 1% sólarhring eftir
eðlilega fæðingu með miklum verkjum og eymslum um kvið neðan-
verðan. Fékk súlfaþiazól og pensilín- og streptomycínmeðferð og var
orðin hitalaus eftir 3 daga.
Víkur. Taldir 2 sjúklingar, sem fengu hitaslæðing. Batnaði báðum
við pensilínsprautur á einum sólarhring.
Vestmannaeyja. Veikinnar ekki getið í mánaðarskýrslum lækna.
Þó 1 tilfelli.
Laugarás. 1 kona fékk vott af phlegmone alba; annars varð ég
hennar ekki var, enda hafa ljósmæður jafnan súlfalyf og oft pensilín
við höndina, sem þær grípa til, ef konur fá hitavott.
Keflavíkur. 2 brjóstamein. Annað batnaði við pensilín án aðgerðar,
en hitt þurfti aðgerðar við, en var þó stundað í heimahúsum. Kona
fékk hita og bólgu í leg og legbönd eftir fæðingu, en batnaði við pensi-
lín og súlfalyf. Ónnur kona fékk mikla og þráláta æðabólgu eftir erf-
iða fæðingu (tangartalc) og lá rúmföst lengi, enda slitin af tíðum
barneignum og erfiði, en batnaði um slíðir. Barnið kom andvana,
enda mjög stórt og sennilega dáið stuttu undan fæðingu.