Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 32
30
segja, að gamall maður á heimilinu (S. G.) mun hafa fengið tauga-
veiki, er hann var um 6 ára aldur. Ef til vill var hann smitberi. Saur
frá honum hefur farið til rannsóknar, og með næstu ferð fara 2 saur-
og þvagsýnishorn frá honum til Rannsóknarstofunnar, auk fleiri sýnis-
horna frá hinum sjúklingunum." Um þetta er það að segja, að öll
sýnishornin reyndust neikvæð. Hlutaðeigandi héraðslæknir féll frá í
næsta mánuði (19. apríl), og eftir fráfall hans sannaðist, að ekki var
um taugaveiki að ræða, heldur berklaveiki, og var skráningin leiðrétt
samkvæmt því.]
Vestmannaeijja. Veikin hvarf úr héraðinu, eftir að sóttberinn O. B-
dóttir dó.
Laugarás. Er nú útdauð.
Ileflavikur. Aðeins getið hér vegna smitbera, sem talinn er vera hér
síðan 1943, en veikinnar aldrei orðið vart.
8. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II. III og IV, 8.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 2395 4657 2753 3122 4937 3442 3587 3445 3983 4664
Dánir ........ 6 9 5 7 5 8 3 2 3 4
Með meira móti skráð, eins og reyndar flestar hinar landlægu sóttir
á þessu ári, en að öðru leyti fátt eftirtektarvert sagt af háttum þess.
Það skyldi þá vera æluveiki sú, sem héraðslæknir i Víkurhéraði minn-
ist lauslega á hér á eftir, og hefði verið fróðlegt, ef nánari grein hefði
verið gerð fyrir. Mætti hér hafa verið á ferð lífsýki sú, nausea epi-
demica, sem allmikla eftirtekt hefur vakið í Danmörku hin síðari ár
og mun gæta þar meira eða minna á hverju ári (Roskildesyge). Hennar
hefur einnig verið getið í Bretlandi, Fíladelfíu og Færeyjum, þar sem
vitað er um tvo faraldra, 1938 og 1944. Hefur R. K. Rasinussen birt
greinagóða lýsingu á sóttinni og Færeyjafaröldrunum sérstaklega í
hinu nýja vísindariti þeirra Færeyinga: Fróðskaparrit. Thorshavn
1952, bls. 21—31. Einkenni sóttarinnar: höfuðverkur, svimi, ógleði,
uppköst, iðraþrautir, niðurgangur og venjulega sótthiti. Meðgöngutími
1-—2—3 X 24 klst. Stendur í nokkra daga. Veirusótt? Mundu ekki
ýmsir íslenzkir læknar hafa ástæðu til að nema staðar við og segja:
Eftir á að hyggja . ..!
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Meira en helmingur sjúklinganna undir 15 ára aldri. Enginn
dó. Hinn 10. og 11. mai fengu 23 menn matareitrun. Tókst fljótt að
rekja hana til kæfu frá einni af kjötvinnslustöðvurn bæjarins, en i
kæfunni fannst staphylococcus aureus. Var þegar tekið fyrir sölu á
kæfunni. Landlækni og sakadómara send skýrsla um málið.
Hafnarfj. Kom fyrir í öllum mánuðum. Flest tilfelli haustmánuðina
eins og oftast.
Akranes. Stakk sér niður allt árið, inest í júlí til september.
Kleppjárnsreykja. Einkennilega útbreidd í júlí og ágúst.
I