Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 33
31
Borgarnes. Viöloða allt áriö, ómerkilegt.
Ólafsvíkur. Var að slæðast seinna hluta ársins.
Stijkkishólms. Dálítill faraldur frá því í júlí og þar til i nóvember,
aðallega í október og september, frekar vægt. Mun fleiri munu hafa
veikzt en þeir, sein leituðu læknis.
Búðardals. Örfá tilfelli.
Reijkhóla. Dreifð tilfelli flesta mánuði árs, þó verst í júli og desem-
ber, en öll fremur væg.
Bíldudals. Með minnsta móti.
Þingeijrar. Nokkur tilfelli.
Bolungarvíkur. Meira og minna allan ársins hring.
ísafj. Skráð i öllum mánuðum, en mest áberandi sumar- og haust-
niánuði.
Hólmavíkur. Nokkur dreifð tilfelli í maí—september. Varð ekki vart
vetrarmánuðina.
Hvammstanga. 1 dauðsfall, 5 vikna gömul telpa. Ég var fjarverandi,
en víkar minn var sóttur. Hann náði ekki að sjá barnið lifandi. Skýrir
hann svo frá: Barnið hafði verið hraust og eðlilegt. Daginn áður en
það veiktist, var farið með það til næsta bæjar. Þar fékk það óbland-
aða og ósoðna(?) kúamjólk að drekka. Veiktist það hastarlega síðara
hluta nætur, kastaði upp grænleitri vilsu. Hafði slím- og síðar blóð-
blandaðan niðurgang. Var kyrrlátt, dauft og slappt, grét lítt eða ekki.
Kviður öðru hverju dálítið spenntur. Húð þurr. Kólnaði upp, leið út
af og dó kl. 13,30 hinn 1. júni. Vikar minn taldi dauðaorsökina enteritis
acuta cum exsiccatione (mjólkureitrun?). Hin tilfellin voru væg.
Blönduós. Stakk sér niður allt árið, einkum um sumarið og haustið,
mest i börnum.
Sauðárkróks. Gerir nokkuð vart við sig alla mánuði ársins, en var
vægt.
Hofsós. Tæplega vart á árinu.
Ólafsfj. Nokkur strjál tilfelli.
Akureyrar. Gerði vart við sig flesta mánuði ársins, eins og undan-
farandi ár, en þó ekki veruleg brögð að nema í júlí, en þá minna háttar
faraldur.
Grenivíkur. Lítið um iðrakvef. Þó komu fyrir nokkur tilfelli í júlí
°g ágúst, og munu þau hafa verið fleiri en skráð voru, þar sein læknis
var ekki alltaf vitjað.
Kópaskers. Faraldur uin sumarið í júní til ágúst. Ekki alvarlegur
en allúthreiddur.
Bórshafnar. Sést öðru hverju. Líklega yfirleitt um infectiones sal-
nionellae að ræða.
v?pnafí. Stakk sér niður. Nokkur faraldur mun þó hafa gengið í
janúar.
Segðisfí. Stakk sér niður. Yfirleilt væg tilfelli.
Nes. Dreifð tilfelli allt árið, en gekk sem faraldur i júní og júli. 1
barn er þá talið deyja úr veikinni. „Barnið aðeins veikt eitt dægur.
Þegar ég koin á vettvang, var barnið dáið. Hafði fengið krampa. Mikið
um gastroenteritis í bænum þá.“ (Umsögn þáverandi héraðslæknis.)
Búða. Nokkur dreifð tilfelli, flest væg.