Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 34
32
Djúpavogs. Aðeins cinstaka tilfelli.
Kirkjubæjar. Vægir faraldrar í júní og nóvember.
Víkur. Mikið um gastroenteritis. Mest í janúar, júli, ágúst og desem-
ber. í janúar bar mest á uppsölu (æluveiki kölluð) og var þá ekki
þung. Aftur á móti óþverrapest í júlí og ágúst með háum hita, mikl-
um niðurgangi og uppsölu. Nokkrir fengu blóðkreppu. Eitt barn fékk
41,3° hita. Veikin væg í desember.
Vestmannaeyja. Gengið í öllum mánuðum, en einkum haustmánuð-
um og vor- og vetrarmánuðum, aðallega i börnum 0—10 ára. Strjál-
ingstilfelli í fullorðnum. Mátti heita, að urn faraldra væri að ræða í
febrúar og nóvember.
Stórólfshvols. Þó nokkuð, sérstaklega í börnum haust- og sumar-
mánuðina. Allslæmt á köflum.
Egrarbakka. Óvenjumikið þetta ár, mörg tilfelli mánaðarlega.
Laugarás. Lá í landi, líkt og vant er, með smárykkjum.
Keflavíkur. Allmikil brögð eru að þessum kvilla á árinu, án þess
þó að nokkuð óvenjulegt sé á ferðinni. Þó skal þess getið, að viðeig-
andi súlfalyf reynast mjög vel, ef samfara er viðhöfð auðvelduð eða
létt meltingarstarfsemi.
9. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 9.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl. 9670 625 12969 1949 863 5378 6997 583 9308 5591
Dánir 38 2 36 4 7 10 1 »» 5
Skráning inflúenzu á árinu er á allmiklum tætingi og naumast
sannfærandi um þann landsfaraldur inflúenzu, sem skráður sjúklinga-
fjöldi gæti annars bent til, sérstaklega þegar þess er gætt, að ótvíræður
inflúenzufaraldur gekk yfir landið næsta ár á undan. Nær auðvitað
engum sanni, að um útbreidda inflúenzu hafi verið að ræða í einu
héraði, en ekkert tilfelli komið fyrir í hinu næsta og þó daglegar sam-
göngur á milli (Eyrarbakki/Selfoss). Trúa mætti því, að raunveruleg
inflúenza hefði stungið sér niður í ársbyrjun í Reykjavík, en fyrir það
orðið svo lítið úr, sem skráning vottar, að svo skammt var umliðið frá
síðasta faraldri, en ekki hefði þá Hafnarfjörður átt að sleppa svo ger-
samlega, að ekkert tilfelli kæmi þar til skráningar. Til kaupstaða úti
á land í beinu sambandi við útlönd kann og raunveruleg inflúenza að
hafa borizt og gripið þá um sig', ef inflúenzufaraldursins árið á undan
hefur lítið gætt þar (ísafjörður, Neskaupstaður). En í langflestum
héruðunum mun svo hafa farið á þessu ári, að venjuleg kvefsótt og
inflúenza hafa í skráningunni hrærzt saman í þá bendu, sem ekki
verður úr greitt.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Faraldur í janúar—apríl. Enginn dó.
Kleppjárnsregkja. Stakk sér niður siðara hluta sumars. Var yfir-
leitt án fylgikvilla, en fólk óvenjumáttfarið eftir á.