Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 35
33
Ólafsvíkur. Var aðalfarsótt ársins og tíndi heimilin upp marga
mánuði.
Stykkishólms. Gerði töluvert vart við sig mánuðina febrúar til maí,
svo og aftur í nóvember og desember. Frekar var hún væg og að mestu
laus við fylgikvilla.
fíeijkhóla. Varð ekki vart á árinu.
Bildudals. Barst hingað í byrjun apríl og gekk hér fram í maí. Var
i fyrstu væg, en þyngdist, er á leið faraldurinn. Líkur til, að annar
svæsnari stofn hafi þá borizt beint frá Englandi með togara. Aðeins
örfáir veiktust ekki, í mörgum húsum lágu allir samtímis. Venjulegast
var fólk veikt í 3— -7 daga og hiti varð 40°. Af fylgikvillum bar mest
á eyrnabólgu. Ekkert mannslát.
Þingeyrar. Barst hingað i marzmánuði. Flestir veiktust i mai og
júní. Fylgikvillar engir.
Bolungarvíkur. Gekk hér seinna hluta vetrar 1949—50. Hófst í marz-
byrjun, náði hámarki um miðjan aprílmánuð og dó út í maí. Mátti
glöggt greina 3 bylgjur í faraldrinum, sem var nokkuð þungur, og bar
talsvert á fylgikvillum, einkum miðeyrabólgu í börnum og unglingum
og einstaka fullorðnum. í þessum faraldri komu fram mörg tilfelli
með háum sótthita, léttum roða í koki, særindum, stríðleika í hálsi og
mikið bólgnum eitlum utan á hálsi, og flokkaði ég þau tilfelli undir
angina tonsillaris á farsóttaskýrslum, en nokkur tilfelli af venjulegri
angina tonsillaris í sinni hreinu mynd komu þó jafnhliða fyrir. Ég
þykist þó í engum vafa um, að þessi adenitis hafi verið víruskyns, og
gátu sum tilfelli minnt á hettusótt.
ísafj. Faraldur barst inn i héraðið um áramót og var lokið í marz.
Hólmavikur. Aldrei skráð, sbr. þó það, sem sagt er um kvefsótt hér
að framan.
Blönduós. Aðeins skráð á mánaðarskrár um sumarið, en kveffaraldur
þann, er gekk framan af árinu, mun mega telja undir þenna lið að
talsverðu íeyti.
Sauðárkróks. Berst inn í héraðið i marz og nær mikilli útbreiðslu í
marz og apríl og er viðloða fram í maí. Reyndist hún frekar væg.
Nokkrir fengu lungnabólgu, en enginn dó.
Hofsós. Lítils háttar faraldur í apríl.
Dalvíkur. Inflúenzufaraldur i marz—apríl.
Akureyrar. Barst hingað í febrúar, nær hámarki i marz og er um
garð gengin í aprílmánuði. Ekki þung og tók færri i læknishéraðinu
en oft áður.
Grenivíkur. Barst hingað í marz og var að stinga sér niður fram í
maí; var nú yfirleitt létt, en tók flesta á þeim heimilum, sem hún
kom á.
Breiðumýrar. Gerði ekki vart við sig á árinu.
Þórshafnar. Engar farsóttir. Oft erfitt að greina frá catarrhus re-
spiratorius acutus.
Vopnafj. Gekk í héraðinu mánuðina júlí—september, aðallega þó í
júlí. Veikin fór ekki hratt yfir og tók ekki nema einn og einn á heimili
í einu. Hiti allhár og beinverkir í 2—3 daga.
Seyðisfj. Ég þóttist verða var við 4 inflúenzusjúklinga í apríllok, en
5