Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 37
35
Borgarnes. Bárust frá Reykjavík í júníbyrjun að Ökrum i Hraun-
hreppi með dreng úr Reykjavík rétt fyrir hvítasunnu. Var rnessað á
hátíðinni yfir æðimörgu fólki, en svo vel tókst til, að enginn aðkomu-
inaður sýktist. Á Ökrum veiktist drengur úr Borgarnesi, vinnupiltur
um tvítugt, og sextugur maður. Varð liinn siðast taldi æðiþungt
haldinn og fékk kveflungnabólgu. Var ég sóttur til hans að nætur-
lagi, gaf honum bæði pensilín og súlfadiazin. Hreif þetta prýðilega á
hann, og batnaði honum upp úr því.
Ólafsvíkur. Allmörg tilfelli í einni sveit (Breiðuvík) i júlí. Bárust
ekki víðar.
Stgkkishólms. Fundust í 4 ára dreng, sem var gestkomandi úr
Reykjavík. Breiddust ekki út.
Búðardals. 1 tilfelli, 31 árs kona. Mun hafa smitazt í Reykjavík.
Konan var einangruð, og barst veikin ekki frekar út.
Beykhóla. Bárust inn í héraðið í nóvember með manni frá Reykja-
vík. Fólk veiktist á 3 bæjum í héraðinu. Veikin var nokkuð þung, sér-
staklega á fullorðnum, en þó án fylgikvilla.
Þingeyrar. 3 tilfelli í nóvember og desember. Veikin náði engri út-
breiðsíu.
ísafj. 1 tilfelli skráð í maí, vafalaust ranglega.
Hvammstanga. Bárust inn í héraðið öðru hverju, aðallega frá
Reykjavík, fyrsta tilfellið í maí, en náðu ekki útbreiðslu fyrr en í
október og desember. Þá var faraldur, aðallega á Hvammstanga. Máttu
yfirleitt vægir kallast, þótt sumir hinna eldri sjúklinga yrðu talsvert
veikir. 2 fengu lungnabólgu, og varð annar þeirra, ung stúlka á
Hvammstanga, hart úti; lá fullar 6 vikur. Hvorki súlfalyf né pensilín
virtust ætla að duga. Að lokum gaf ég henxri streptomysín, 1 gr. dag-
lega í fullar 3 vikur. Þá fyrst fór hún að rétta við. Ég var um tíma ekki
óhræddur um berkla, en allar athuganir í þá átt reyndust neikvæðar,
enda náði hún sér til fulls að lokum.
Blönduós. Mislingar kornu inn í héraðið um mitt sumar og héldust
nrið út. Voru þeir einkum áberandi í Höfðakaupstað, en þangað hefur
a síðustu árum orðið allmikill innflutningur af Strandamönnum, sem
aður munu hafa varizt veikinni í heimahögum sinum. Þeir voru og
nokkuð útbreiddir á Blönduósi, en lítið í sveitunum. Alls voru skrá-
sett um 160 tilfelli, en fregnir bárust um fleiri.
Sauðárkróks. Þó að mislingar væru á sveimi í Blönduósliéraði allan
seinna hluta ársins og í Hofsóshéraði síðan i haust, bárust þeir ekki
inn í héraðið fyrr en í árslok. Veiktist þá maður úr Hofsóshéraði á bæ
frammi í sveit, og veiktust þar síðar 2 heimilisinenn, en veikin barst
ekki víðar. Er aðeins skráður þessi eini sjúklingur á þessu ári.
Hofsós. Bárust inn í héraðið frá Skagaströnd í september með sjó-
inönnum. Komu upp í Hofsósi og' gengu þar og í nág'renni sem farsótt
R1 ársloka. Dálitið bar á fylgikvillum, einkum pneumonia og' otitis
media. Tvö börn og' nokkrar vanfærar konur fengu reconvalescent-
serum, og reyndist það í flestum tilfellum vel.
Akuregrar. 1 tilfelli allþungt. Ekki vitað, hvaðan hefur borizt.
Breiðumgrar. 1 tilfelli kom upp í lok desembermánaðar, og leiddi
það síðar til illkynjaðs faraldurs.