Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 39
37
Faraldur, sem gengið hafði um landið síðast liðin 2 ár, náði há-
niarki skráðra tilfella í janúar þ. á. og tók fyrst verulega að dvína, er
3 mánuðir voru af árinu. Mátti faraldurinn að mestu heita af rokinn
um áramót, og fór það að venju, því að hettusótt virðist þurfa 3 ár
til yfirferðar sinna um landið í hvert sinn.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. 1 tilfelli skráð í janúar og nokkur í nóvember og desem-
ber. Barst austan af Fjörðum.
Akranes. Koin fyrir í janúar, en síðan ekki.
Borgarnes. 2 tilfelli, slæðingur frá fyrra ári, bæði vestur í Mikla-
holtshreppi.
Stykkishólms. Ekki vart á árinu. Gekk hér síðast yfir 1948 og fram
í ársbyrjun 1949, og var þá talsvert útbreidd.
Reykhóla. Varð ekki vart á árinu.
Bíldudals. 1 skrásettur í janúar. Gæti verið vafatilfelli.
Þingeyrar. Veikin barst hingað í janúarmánuði. Óvíst um upptök.
Fylgikvillar: Orchitis í 1, væg meningitis í 3 sjúklingum.
Blönduós. Var á slæðingi frá því snemina sumars til ársloka og hljóp
niður í nokkrum tilfellum, án þess að nokkur ætti mjög lengi í. Einn
maður um sextugt virtist fá snert af brisbólgu i sambandi við veikina.
Sauðárkróks. Gerði nokkuð vart við sig 2 fyrstu mánuði ársins, og
er það í framhaldi af faraldri fyrra árs.
Hofsós. Örfá tilfelli á miðju ári.
Akureyrar. Gekk hér allmikið fyrra hluta ársins og var i mörgum
tilfellum þung, þótt ekki væri verulega mikið um fylgikvilla. Enginn
dó úr sjúkdómnum.
Grenivíkur. 1 tilfelli, stúlka, sem kom hingað frá Akureyri í orlofi.
Smitaði hún út frá sér.
Breiðumýrar. Kom upp í Laugaskóla í febrúarmánuði. Gekk hægt
yfir og tók alls 33 nemendur og auk þess 9 menn utan skólans. Þetta
var allslæmur faraldur og mikið um fylgikvilla (orchitis). Lærði ég á
þessum faraldri, að mjög gætilega verður að fara með hettusóttar-
sjúklinga fyrsta hálfa mánuðinn. 1 sjúklingurinn var 63 ára gamall
maður. Vakti ég athygli á því í mánaðarskýrslunni, að einsdæmi væri,
að svo gamall maður fengi hettusótt, og studdist ég þá við þær bækur,
sem ég hafði við höndina. Við nánari athugun kom i ljós, að það mun
ekki vera óalgengt hér á landi, að menn fái hettusótt eftir sextugt.
Búða. Varð vart í marzmánuði; einnig nokkur tilfelli i apríl og maí,
en síðan ekki fyrr en í desember. Allmikið bar á því, að karlmenn
íengju orchitis og veiktust sumir hastarlega.
Víkur. í febrúar fékk 1 maður parotitis hér í Vík, sennilega smitazt
tyrir sunnan. Barst ekki út. í marz, apríl og mest í maí gekk hún
undir Fjöllunum. Einn maður fékk orchitis.
Vestmannaeyja. Veikin yfirleitt væg. Fylgikvillar sjaldgæfir.
Stórólfshvols. Nokkur tilfelli fyrra part ársins, væg.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli í febrúar, marz og apríl.
Laugarás. Kom upp í Laugarvatnsskóla laust fyrir áramótin og
entist út skólatímann. Barst sama sem ekkert út um héraðið.