Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 40
38
Keflavíkur. Eins og getið var um í ársskýrslu 1949, voru allmikil
brögð að hettusótt þá í héraðinu, en í janúarlok niá svo segja, að úr
því verði hennar ekki vart.
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12—13.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 194G 1947 1948 1949 1950
Sjúkl.i) .. .. 1186 1427 808 846 840 888 1296 724 846 819
2) . . . . 517 550 346 307 352 343 269 184 143 162
Dánir .... . . 109 99 67 70 67 58 58 55 67 56
Skráning lungnabólgu og lungnabólgudauði í óbreyttu horfi, frá því
sem verið hefur, síðan almennt var farið að nota hin nýju mikilvirku
lungnabólgulyf.
Læknar láta þessa getið:
1. U m k v e f 1 u n g n a b ó 1 g u:
Hafnarfj. Fyrra hluta árs nokkur tilfelli.
Akranes. Kom fyrir flesta rnánuði ársins.
Ólafsvikur. Afleiðing af inflúenzu (rúmlega 10. hver maður), eink-
um i börnum.
Stijkkishólms. Flest tilfelli frekar væg.
Regkhóla. Aðeins 1 tilfelli skráð.
Bíldudals. Enginn lungnabólgusjúklingur.
Þingeyrar. 2 sjúklingar, roskin kona og maður með bronchiectasiae.
Hólmavíkur. Alloft skráð, oftast í kjölfar kvefsóttar. 5 mánaða
stúlka, debil frá fæðingu, lézt út bronchitis capillaris þrátt fyrir pen-
silíngjöf.
Hvammstanga. Fá tilfelli og fremur væg, nema eitt upp úr misling-
um.
Blönduós. Gerði talsvert vart við sig. Börnum allajafna gefið pensilín,
þó að ekki sé nema einn stór skammtur, og súlfalyf, ef lungnabólga
virðist vera í uppsiglingu, og hefur það góðan árangur.
Sauðárkróks. Er nú meiri en undanfarin ár, mest í sambandi við
inflúenzuna. 1 sjúklingur er talinn dáinn úr lungnabólgu; var það
44 ára gamall maður, orðinn mikið lamaður vegna sclerosis lateralis
amyotrophica.
Hofsós. Nokkur tilfelli.
Akureyrar. Af kveflung'nabólgu svipað að segja og á undanfarandi
árum. Yfirleitt gengið vel að lækna sjúkdóminn með hinum nýju
lyfjum, nema í einstöku tilfellum, þegar um ungbörn eða gamalmenni
hefur verið að ræða.
Breiðumýrar. Lungnabólga með minnsta móti á árinu (ekkert kvef-
lungnabólgutilfelli skráð).
1) Pneumonia catarrlialis.
2) Pneumonia crouposa.