Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 41
39
Kópaskers. Heilsaðist öllum vel.
Þórsliafnar. Nokkur tilfelli.
Vapnajj. Aðallega samfara kvefsótt fyrra part ársins. Flest tilfellin
væg.
Seyðisfj. Litið áberandi þrátt fyrir hið kvefsama ár. Öllum batnaði
fljótt og vel af siilfadíazíni.
Nes. Bar sérstaklega á þessum sjiikdómi með inflúenzu og eftir.
Öllum sjúklingunum heilsaðist vel, nema 1 konu með hjartasjúkdóm,
sem dó úr veikinni.
Búða. Flest tilfellin í sambandi við inflúenzufaraldurinn eða þunga
kvefsótt. Notuð voru ýmist súlfalyf eða pensilín, stundum bæði saman.
Djúpavogs. 2 veiktust upp úr inflúenzu (hvorugt skráð sem kvef-
lungnabólga).
Kirkjubæjar. Fáein tilfelli og eitt þeirra talið dulsýklalungnabólga.
Víkur. Batnaði öllum við súlfa og pensilín, nema veikluðu barni á
k ári með pneumonia catarrhalis duplex. Virtist penicillin-resistent.
Vestmannaeyja. Einkum gert vart við sig i yngstu aldursflokkum
barna til 10 ára aldurs, flest á aldrinum 1—5 ára, upp úr kvefveiki,
inflúenzu og mislingum, en strjálingstilfelli i öllum aldursflokkum.
Batnaði yfiríeitt vel við súlfalyf og pensilín. Reyndist þung á einstaka
börnum. Eitt dauðsfall talið.
Stórólfshvols. Allmargir skráðir með kveflungnabólgu; flest börn
innan við 10 ára aldur og svo gamalmenni. Batnaði flestum tiltölulega
fljótt við pensilín.
Laugarás. Fylgdi talsvert kveffaraldrinum, svo sem fyrr segir, og
sjálfsagt fleiri tilfelli en skráð eru.
Keflavíkur. Allmikil brögð að kveflungnabólgu á árinu, eins og endra-
n*r, en þó varð hún fyrst alvarleg samfara mislingum síðara hluta
ársins. Dó þá 1 ungbarn úr sóttinni, fleiri voru hætt komin, og auk
þess 1 gamalmenni.
2. Um taksótt:
Rvík. Skráðir 26 sjúklingar. Samkvæmt dánarskýrslum eru 20 sjúk-
lingar taldir deyja úr lungnabólgu. Ber hin háa dánartala vott um, að
niikið vantar á fulla skráningu lungnabólgusjúklinga.
Hafnarfj. Aðeins 1 tilfelli af taksótt. Virðist hún vera að detta úr
sögunni í bili.
Akranes. Aðeins 1 tilfelli á árinu. Orðin sjaldgæf síðari árin.
Ólafsvíkur. 1 tilfelli aðeins.
Stykkishólms. Orðin frekar sjaldgæft fyrirbrigði.
Bingeyrar. 1 sjúklingur, erlendur sjómaður. Öllum lungnabólgu-
sjúklingum batnaði vel við pensilíngjöf.
Arnes. Taksótt fékk 60 ára maður, meðan surnartímalæknirinn sat
Jnni á Hólmavík í vikutíma í fjarvistum mínum (þ. e. Hólmavíkur-
læknis, sem skýrsluna gerir). Varð úr því brjósthimnubólga; var mað-
urinn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík, átti í þeim veikindum í röska
3 mánuði og kennir læknisleysinu um.
Hólmavíkur. Gömul kona fékk typiska taksótt, en batnaði vel við
pensilíngjöf.