Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 42
40
Hvammstanqa. Aðeins 3 tilfelli, öll væg og batnaði fljótt við venju-
lega medicatio, súlfa og/eða pensilín.
Hofsós. 2 tilfelli skráð á árinu. Auk þeirra dó karlmaður, 79 ára,
úr þessum sjúkdómi, en féll af vangá af mánaðarskrá.
Akureijrar. Lítið um taksótt og hefur yfirleitt læknazt vel með pensi-
líni eða aureomycíni.
Kópaskers. Batnaði fljótt af súlfalyfjum.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli.
Seyðisfj. Hefur lengi ekki orðið vart.
Nes. Nokkur tilfelli. Heilsaðist öllum vel.
Búða. 2 tilfelli, sami maður. Þessi maður, sem er rúmlega tvítugur
að aldri, hefur fengið pneumonia crouposa 9 sinnum síðan vorið 1947,
alltaf vinstra megin. Hefur alltaf verið Pirquetn-. Verið tvívegis rann-
sakaður í „Líkn“ og á Landsspítalanum, en aldrei fundizt nein merki
um berkla né annað, sem skýrt gæti þetta.
Kirkjubæjar. Nokkur tilfelli.
Stórólfshvols. Langflestir skráðir um margra ára skeið. Undanfarin
ár hefur veikinnar ekki orðið vart. Þessi tilfelli öll i uppkomnu og til-
tölulega hraustu fólki.
Eyrarbakka. Örfá tilfelli.
Laugarás. Sá enga né heyrði getið.
Keflavíkur. Eins og að undanförnu ráða hin nýju lyf við flest tilfelli
af taksótt, þannig, að þau verða ekki banvæn, en þó mun veikin hafa
ráðið niðurlögum 1 gamalmennis.
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, II [ og IV, 14.
Sjúklingafjöldi 1941—1950.
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 1566 29 94 34 12 16 357 157 54 135
Ef marka má skrásetningu, eru rauðir hundar alltaf viðloða í
landinu á milli hinna miklu faraldra, en mismunandi mikið kveður
að og með meira móti á þessu ári, en sjúkdómsgreiningu er víst oft
og tíðum varlega treystandi.
Bolungarvikur. Gengu hér á smábörnum í júlí, vægir, en nokkuð
hár hiti (yfir 39°). Dóu þeir út snemma í ágúst. Öll tilfelli voru þó
ekki skráð, því að margir sóttu ekki lækni, eftir að vitað var, hvað
um var að vera, en margir voru hræddir um mislinga í fyrstu.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl 158 321 456 261 65 22 13 193 361 69
Dánir „ 1 2 1 *» *» ff tf *> ff