Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 45
43
18. Heimakoma (erysipelas).
Töflur II, III og IV, 18.
Sjúklingafiöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 96 69 46 33 28 39 24 31 22 28
Dánir ........ 2 „ 1 „ „ „ 1 „ „ 1
Til skráningar hefur eflaust aldrei komið nema hrafl eitt af þeirri
heimakomu, sem kemur fyrir í landinu, en vafalítið hefur dregið úr
henni hin síðari ár og þá meðfram vegna áhrifa hinna nýju graftar-
sóttarlyfja.
Læknar láta þessa getið:
Hólmavikur. 1 tilfelli (e. faciei). Maður uin sjötugt, sem áður hafði
fengið sjúkdóminn.
Hvammstanga. 2 tilfelli; batnaði fljótt og vel við pensilingjöf (200
-—300 þúsund einingar tvisvar á dag).
Ólafsfj. 1 tilfelli í september. Sjúklingurinn var á fylliríi, datt og'
flumbraði sig mjög í andliti. Fékk svo heimakomu í andlit.
Búða. Heimakomu fengu 2 karlar og 4 konur, öll i andlit, að undan-
tekinni einni konu, sem fékk sjúkdóminn í handlegg og út frá sári.
Öllum batnaði vel við súlfalyf.
Víkur. 1 sjúklingur fékk typiska heimakomu i andlit. Hef annars
ekki séð hana árum saman. Batnaði vel við súlfa og pensilín.
Vestmannaegja. Engin, svo að vitað sé samkvæmt mánaðarskrám
lækna. 3 tilfelli á sjúkrahúsi Vestmannaeyja.
19. Þrimlasótt (erythema nodosum).
Töflur II, III og IV, 19.
S júklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 21 11 17 23 3 15 15 3 3 5
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Enginn á vikuskýrslum, en á berklaskýrslu eru taldir 4.
Sauðárkróks. 1 drengur skráður. Hafði væga hilitis.
Ólafsfj. Piltur innan við tvítugt. Berklapróf gert tvisvar, neikvætt í
bæði skiptin. Er því ekki skráður sem berklaveikur.
Seyðisfj. Hefur ekki sézt, síðan 5 ára drengur, sem smitaðist af
berklum (af afa sínum) fyrir 3—4 árum, fékk e. n.
Vestmannaegja. Ekki skráð neitt tilfelli á mánaðarskrá, en mér er
kunnugt um eitt tilfelli i sambandi við berklasmit (hilitis tb.).
20. Ristill (herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 20.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
59 58 51 65 57 56 73 65 65 76
Sjúkl.