Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 47
45
Sauðárkróks. Nokkur dreifð tilfelli allt árið, cn koma sennilega ekki
öll á skýrslur.
Hofsós. Aðeins vart.
Akureyrar. Einstök tilfelli, en mjög lítið borið á sjúkdómnum (ekk-
ert tilfelli skráð).
Grenivíkur. Varð lítið vart.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli.
Seyðisfj. Get tæplegt sagt, að orðið hafi vart.
Nes. Mest á börnum. Oftast systkin.
Búða. Varð að þessu sinni frekar vart en undanfarin ár, flest tilfellin
meðal barna og unglinga.
23. Heilasótt (meningitis cerebrospinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 23.
Sjúldingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945
Sjúkl......... 46 19 5 13 13
Dánir ........ 2 7 „ 1 „
Læknar láta þessa getið:
Bolungarvíkur. Kom fyrir í 10 mánaða gömlu barni í desember. Gaf
ég því súlfa, pensilín i vöðva og inn í mænuhol og saltvatn. Batnaði
barninu, en ég var þó vonlítill um það um tíma.
Blönduós. Ekki skráð, en vísast til þess, sem sagt hefur verið um
encephalitis.
Nes. 1 tilfelli. Fékk kemotherapeutica.
1946 1947 1948 1949 1950
9 3 3 3 3
,,,,11 ,,
21. Hvotsótt (myositis epidemica).
Töflur II, III og IV, 24.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 15 76 20 43 318 230 23 38 12 26
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. Ung kona i Höfðakaupstað (vafasöm sjúkdómsgreining).
Sauðárkróks. Nokkur tilfelli í desember. Virtist ótvírætt, að um
þenna sjúkdóm væri að ræða.
25. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 25.
Sjúklingafjöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl......... 1 1 „ 2 368 450 227 538 622 17
Dánir ................. „ „ 1 10 13 5 2 „ 1
Eitt og eitt tilfelli í 4 héruðum (Blönduós, Sauðárkróks, Akureyrar
og Selfosshéruðum), og mun hafa verið hin ótvíræða mænusótt. 1