Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 48
46
sjúklingur deyr úr greinilegri öndunarfæralömun. í Vikurhéraði held-
ur áfram faraldur frá fyrra ári (12 skráðir fyrstu 3 mánuði ársins),
og er þar vafalítið annarlcg ,,mænusótt“ á ferð, eða hin víðkunna Akur-
eyrarveiki.
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. Maður um þrítugt (vafasöm sjúkdómsgreining).
Sauðárkróks. 2 tilfelli skráð á árinu með margra mánaða millibili,
bæði án lamana, en einkcnni virtust að öðru leyti greinileg.
Akureyrar. 1 tilfelli í desember. Rúmlega tvítug kona veiktist liastar-
lega og dó úr respirationslömun eftir rúmlega viku legu.
Víkur. Sjúklingar subfebril. Verkur í baki, rígur i hálsi og tekur
niður í mjóbak. Sviti og magnleysi. 2 tilfelli með áberandi neuralgiae
intercostales. Unglingspiltur, sein veiktist í ársbyrjun árið áður og var
farinn að skríða svolítið saman, tók nú veikina aftur á sama hátt og
áður. Síðan lagðist hann aftur um miðjan september með sömu ein-
kennum og lá hartnær 2 mánuði. Mjög magnlítill og þollaus síðan.
Faeces frá nokkrum sjúklingum var sendur að Keldum, eftir beiðni,
en ekkert hafðist upp úr því, að því er ég bezt veit.
26. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
Sjúklingafiöldi 1941—1950:
1911 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
Sjúkl........ 102 106 119 102 130 94 67 82 48 114
Með meira móti skráð og þó illar heimtur á skráningunni, en e. t. v.
ekki um fram venju.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Varð vart.
Stykkishólms. Sést alltaf öðru hverju (ekki skráð).
Reykhóla. Varð aðeins vart á árinu.
Þingeyrar. Örfá tilfelli (ekki á skrá).
Blönduós. Með mesta móti.
Sauðárkróks. ÖIl tilfellin væg.
Akureyrar. Engin tilfelli skráð á mánaðarskrám lækna, og mun því
ekki hafa verið um svo alvarleg tilfelli sjúkdómsins að ræða, að læknis
væri vitjað.
Grenivíkur. Gerði lítið vart við sig.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli (ekkert skráð).
Kirkjubæjar. Noklcur tilfelli í ungum börnum (ekkert skráð).
Vestmannaeyja. Ekki færð á mánaðaskrá. Veit um 4 tilfelli.
27. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 27.
Sjúklingafíöldi 1941—1950:
1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950
133 337 516 328 299 374 351 492 435 875
Sjúkl.