Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 49
47
Annar eins fjöldi sjúklinga aldrei skráður fyrr og tiifellin nokkuð
jafndreifð um landið, þ<3 að ekki sé getið i allraörgum héruðum. Er
það engan veginn vitnisburður ura, að þar hafi veikin ekki gert vart
við sig, því að margt fellur undan skráningu, þegar um svo vægan og
auðkennilegan kvilla er að ræða sern hlaupabóla er oftast nær. Héraðs-
læknir i Vestmannaeyjum getur þannig um hlaupabólufaraldur í hér-
aði sínu, þó að hann hafi ekkert tilfelli skráð.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Aðeins fá tilfelli.
Akranes. Kom fyrir í apríl og inaí, annars ekki.
Kleppjárnsrei/kja. Hinn óvenjulegi sjúklingafjöldi stafar af því, að
veikin komst í barnahópinn í Reykholti.
Ólafsvikur. Gerði vart við sig.
Stykkishólms. Nokkur tilfelli í janúar og dálítill faraldur í nóvem-
ber og desember.
Reykhóla. 2 tilfelli, væg.
Bildudals. Væg.
Þingeyrar. Flest tilfellin á sama bæ. Veikin væg.
Hólmavíkur. Gekk sem útbreiddur faraldur á Drangsnesi í marz-
mánuði, en aðeins 12 tilfelli sá ég og skráði, enda yfirleitt væg.
Hvammstanga. 2 ungir menn fengu þenna kvilla og voru lítt haldnir
1 nokkra daga. Einnig mun eitthvað af börnum hafa veikzt, en vægt,
°g var lítt leitað læknis og því fátt eitt skráð.
Blönduós. Stakk sér niður í Svínadal og Vatnsdal.
Sauðárkróks. Stingur sér niður frá febrúar til september. Nokkrir
fleiri munu hafa veikzt en skráðir eru.
Akureyrar. Gerði nokkuð vart við sig á árinu, þó aldrei útbreidd eða
alvarleg tilfelli.
Grenivíkur. Kom ekki fyrir.
Kópaskers. Faraldur á Raufarhöfn í janúar—marz. Veikin væg.
Seyðisfj. Stingur sér oft niður hér, án þess að vitað sé, hvaðan veikin
bomi. Unglingspiltur veiktist í marz af greinilegri hlaupabólu. í apríl
fengu 11 veikina, sem var yfirleitt væg. Eg býst ekki við, að fleiri hafi
sýkzt, því að brýnt er fyrir fólki að tilkynna lækni alla „útbrotaveiki".
Nes. Gekk sem faraldur fyrst á árinu. Töluvert um ljót ör.
Djúpavogs. Varð vart í nóvember—desember; mjög væg og dó fljótt
út. 6 sjúklingar skráðir með þenna kvilla.
Kirkjubæjar. 4 börn fengu hlaupabólu.
Víkur. Gekk í Skógaskóla í nóvember.
Vestmannaeyja. Ekki færð á mánaðarskrá. Veit um 8 væg tilfelli.
Stórólfshvols. Nokkur börn og unglingar fengu þenna kvilla og urðu
suniir allveikir, fengu háan hita og mikla vanlíðan samfara veikinni.
Kgrarbakka. Nokkur tilfelli á víð og dreif.
Keflavíkur. Hún gengur seinna part ársins, en ekki til skaða, svo að
séð verði.
Auk framangreindra sótta geta læknar uin þessar bráðar sóttir:
Conjunctivitis infectiosa:
Kleppjárnsreykja. 4 tilfelli.