Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 50
48
Erythema infectiosum:
Rvík. Skráð 1 tilfelli í desember. í nóvember höfðu verið skráð af
einum lækni 5 tilfelli af exanthema subitum.
Otitis media:
Keflavíkur. Segja má, að þetta sé algengur kvilli, aðallega i ungum
börnum, en þó líka í eldri börnum, einkum í sambandi við sundiðkanir.
Alloft varð að stinga á hljóðhimnu á börnum, og virðist það vera betur
gert fyrr en síðar og vera nauðsynlegt þrátt fyrir góð lyf, en þau eru
ekki einhlít, nema samfara ástungu.
Pemphigus neonatorum:
fívik. Skráð 1 tilfelli i nóvember.
Blöndnós. Sást á 1 barni.
Psittacosis:
Vestmannaeyja. Kaupmaður, sein náði sér í fýlunga seint i ágúst,
stóðst ekki freistinguna; þótti bitinn góður, reytti að sjálfsögðu fugl-
inn og fékk psittacosis eftir rúma viku, að því er bezt verður vitað.
Fékk háan sótthita samfara bólgu í lunga, sem smábreiddi úr sér um
hægra lungað. Veikin batnaði hvorki við súlfalyf (súlfadíazín) né
pensilín í stórum skömmtum, en svo að segja bráðbatnaði við aureo-
mycínhylki á 3 dögum. Vísast er hér um ágætislyf að ræða við veiki
þessari, enda er þetta undralyf við ýmsum sjúkdómum, sem áður-
greind lyf verka ekki á.
Tetanus:
Akureyrar. 10 ára drengur fékk tetanus upp úr meiðsli, er hann
hafði hlotið á annan hælinn við fall á götu í námunda við Gróðrar-
stöðina, og dó drengurinn 2 dögum eftir að fyrstu tetanuseinkennin
komu fram, þrátt fyrir stóra skammta af tetanusantitoxini, bæði í æð
og vöðva.
Vestmannacyja. Fáviti var staddur i vélbát við bryggju hér. Skall
hann á rassinn, lenti á borðbrún og fékk sár á hægri rasskinn. Gert
var að sárum sjúklingsins, en hann reif jafnharðan af sér umbúðir,
lá oft úti framan af nóttu undir bátum í slippnum, og koinust óhrein-
indi í sárið. Fékk tetanus eftir rúma viku, og þrátt fyrir mjög háa
antitetanusserumskammta þegar í upphafi, magnaðist veikin og dró
hann til dauða. Góðri sárameðferð (aseptík)1) er það að þakka, að
veiki þessi má heita horfin úr héraðinu.
1) Uppástunga um íslenzk heiti: antiseptík heiti smitvörn, aseptik smitgát.