Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 52
50
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hafnarfi. Aðeins 3 tilfelli skrásett af lekanda á árinu og 1 af
syphilis primaria. Vera má, að sjúklingar í héraðinu séu nokkru
fleiri, því að þeir fara oft beint til kynsjúkdómalæknis ríkisins í
Reykjavík og koma þá ekki á skrá hér.
Akranes. Aðeins 1 tilfelli skráð hjá undirrituðum. Má mikið vera,
ef ekki er meira um þennan kvilla. En lækning nú orðin tiltölulega
auðveld, og sjúklingar geta annazt hana sjálfir, fengið sér „súlfa-
töflur“ og tekið þær inn. Sárasóttar hefur ekki orðið vart.
Ólafsvíkur. 1 útlendur sjúklingur (eltki skráður).
Búðardals. Ekki vart.
Reijkhóla. Hefur ekki orðið vart hér.
Bíldudals. Enginn lekandasjúklingur á árinu. 1 karlmaður skráður
með syphilis tertiaria (ekki á mánaðarskrá), sæmilega hraustur og
vinnufær. Kahnspróf-i- í nóvember. Var skráður í fyrra.
ísafi. Enginn lekandi í innanhéraðsfólki. Sárasóttar er getið í
marz. Voru það 2 aðkomumenn úr Reykjavík, og voru báðir sendir
heim aftur. Rannsakaðar voru nokkrar stúlkur í sambandi við þetta
mál, og reyndust allar neikvæðar.
Ögur. Kynsjúkdóma varð ekki vart í héraðinu.
Hólmavíkur. Varð ekki vart á árinu. Eftir tilmælum héraðslæknis
á Blönduósi var rúmlega tvítugum manni tekið blóð og sent til rann-
sóknar vegna gruns um lues, en reyndist neilcvætt.
Hvammstanga. Varð ekki vart.
Blönduós. Varð vart, þar sem ung stúlka kom með grunsamleg
útbrot, er sýndu sig stafa af lues, því að blóð var jákvætt, Kahn-j—|—!—
og Eagle-j-. Var send til Reykjavíkur til áframhaldandi meðferðar.
Önnur ung stúlka fékk magnaðan bráðan lekanda og var lælcnuð
hér heima. í hvorugt skiptið tókst að hafa uppi á þeim, er smitun-
inni höfðu valdið, enda mun hafa verið um ferðamenn að ræða.
Sauðárkróks. Kynsjúkdómar engir.
Hofsós. 1 erlendur sjómaður leitaði mín með epididymitis gonor-
rhoica.
Ólafsfi. Varð eltki vart.
Akuregrar. Lekanda gætt með mesta móti. í öllum tilfellunum
gefið pensilín, og gekk bæði fljótt og vel að lækna sjúklingana. Aðeins
1 tilfelli af sárasótt (2 skráð), sjómaður úr Reykjavík, sem smitazt
hafði í Danmörku og fékk hér áframhaldandi lækningu, meðan skip
hans stóð við hér á staðnum.
Grenivíkur. Komu engir fyrir á árinu.
Breiðumgrar. Hafa aldrei verið skráðir í þessu héraði.
Kópaskers. 1 lekandasjúklingur skráður í ágúst, sjómaður, sem
Ieitaði lækninga á Raufarhöfn.
Þórshafnar. 2 karlar, annar aðkomumaður, smitaður á Siglufirði.
Smitvaldur ókunnur. Hinn heimilisfastur hér, smitaður af aðkomu-
stúlku frá Siglufirði. Var hún farin héðan, er sjúklingur kom til
læknis.
Vopnafi. 1 lekandasjúklingur, íslenzkur sjómaður.
Segðisfi. Get ekki sagt, að kynsjúkdóma hafi orðið vart hér. Ein-