Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 54
52
Skýrsla berklayfirlæknis 1950,
Arið 1950 voru framkvæmdar berklarannsóknir (aðallega röntgen-
rannsóknir) í 20 læknishéruðum. Voru alls rannsakaðir 26837 manns,
á 6 heilsuverndarstöðvum 23092, aðallega úr 7 læknishéruðum (bei’kla-
rannsóknir í Hafnarfirði eru enn framkvæmdar af heilsuverndarstöð-
inni í Reykjavík), en með ferðaröntgentækjuin 4639 manns, aðallega
úr 13 læknishéruðum (894 manns voru bæði rannsakaðir á heilsu-
verndarstöð og með ferðaröntgentækjuin). Fjöldi rannsókna er hins
vegar langtum meiri, þar eð margir koma oftar en einu sinni til rann-
sóknar, einkum á stöðv@rnar. Námu þær alls 36998.
Árangur rannsókna heilsuverndarstöðvanna er greindur sérstaklega
(sbr. bls. 140-141). Af 1216, sem rannsakaðir voru með litlum ferðarönt-
gentækjum í 13 læknishéruðum, voru 15, eða 1,2%, taldir hafa virka
berklaveiki. 6 þeirra, eða 0,5%, voru áður óþekktxr. Þessum rann-
sóknum var yfirleitt hagað eins og að undanförnu og aðallega rann-
sakaðir nemendur og starfsfólk héraðsskólanna og fólk samkvæmt
vali héraðslækna. Þá voru hópskoðanir framkvæmdar bæði í Stykkis-
hólmi (141 manns í’annsakaðir) og' Hólmavík (331 manns rann-
sakaðir).
Heildarrannsókn var framkvæmd í Vestmannaeyjum. Var hún gerð
um mánaðamótin maí—júní og tók 8 daga. Berklapróf var samtímis
gert á öllum, er komið gátu til þeirrar í-annsóknar á aldrinum 1—30
ára. Alls tók rannsóknin til 3423 manns, en það voru 99,5% þeirra,
er taldir voru geta komið til rannsóknarinnar. 15, eða 0,4% hinna
rannsökuðu, reyndust hafa virka berkla, 1 þeirra var áður óþekktur, þ.
e. 0,03%o. Hafði sjúklingur þessi áður verið berklaveikur, verið tekinn
af skrá, en reyndist nú virkur á ný, 1 hinna þekktu sjúklinga hafði
enn fremur smitandi berklaveiki, og varð þvi að vista hann á heilsu-
hæli þegar í stað. 31, eða 0,9% hinna rannsökuðu, voru taldir þurfa
eftirlits með; 13 þeirra, eða 0,4%, voru áður óþekktir. Eins og áður
var greint, var berklapróf framkvæmt á fólki upp að 30 ára aldri.
Moroaðferð var notuð upp að 12 ára aldri. Mantouxpróf eftir það, og
1, 10 og 100 einingar gefnar. Alls voru þannig berklaprófaðir 1693
manns. Árangur prófsins var sem greinir í eftirfarandi töflu:
Fjöldi rannsakaðra % jákvæðra
Aldur Samtals Konur Karlar Samtals Konur Karlar
1— 4 334 162 172 1,8 0,6 2,9
5— 9 414 205 209 3,9 5,4 2,4
10—14 247 134 113 13,4 13,4 13.3
15—19 257 127 130 27,6 33,9 21,5
20—24 234 122 112 58,5 56,6 60,7
25—29 207 109 98 70,5 66,1 75,5
1—29 1693 859 834 24,2 24,9 23,4
Fólki, sem reyndist neikvætt við berklaprófið, var gefinn kostur á
Calmetteberklabólusetningu. Voru alls 156 manns í Vestmannaeyjum
bólusettir á þennan hátt. Photoröntgentækin voru notuð við þessa
rannsókn.