Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 56
54
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Hafnarjj. Fer áreiðanlega minnkandi í héraðinu, nýsmitanir eru
fáar. Berklapróf var gert á nemendum allra skólanna; meiri hluti
þeirra reyndist jákvæður eftir Calmettevaccinatio 1949. Voru svo allir
hinir jákvæðu röntgenmyndaðir í Líkn, og fannst enginn neitt at-
hugaverður, sem ekki var vitað um áður.
Akranes. Ekki skráður neinn nýr sjúklingur. í þeim 2 sjúklingum,
sem skráðir eru í fyrsta sinn, hafði veikin tekið sig upp aftur.
Kleppjárnsreykja. Engin nýskráning á berklaveiku fólki i hérað-
inu. 1 sjúklingur kom heirn af Vífilsstöðum, og fer hann reglulega
suður til loftbrjóstaðgerðar.
Borgarnes. 1 kona bættist á skrá með pleuritis. Smitaðist við veru
hjá berklaveikri konu vestur í Dölum árið áður. Hefur náð sér vel,
en er undir eftirliti. Ekkert nýtt kom fram við berklaskoðun þetta ár.
Úlafsvíkur. Engir nýir sjúklingar.
Stykkishólms. Ekki útbreidd í héraðinu.
Búðardals. Enginn nýr sjúklingur á árinu. 3 sjúklingar úr hérað-
inu á Vífilsstöðum og 2 þeirra heldur á batavegi. Eru báðir blásnir
og mundu geta dvalizt heima, ef loftbrjósttæki væru til hér. Ég berkla-
prófaði öll skólabörn, og reyndust engin pósitif, sem negatíf voru í
fyrra. 2 heimili voru skoðuð, þar sem berklaveikur maður hafði
dvalizt við smíðar um lengri tíma, en engan grunaði, að maðurinn
væri sjúkur. Enginn veiktist þó á þessum 2 bæjum, og' er þó margt
smábarna á öðrum. 1 þessara barna var Pirquet-j-.
Reykhóla. Enginn sjúklingur skráður á árinu. Ekkert skólabarna
Moro-f-, sem ekki var það áður. B. J-son, sem veiktist af haemoptysis
hér í fyrra, dvelst enn á Vífilsstöðum, en á góðum batavegi. Ekkert
bendir enn þá til þess, að smitun frá honum hafi skilið eftir varan-
leg spor.
Bíldudals. Kona, 23 ára, kom heim af Vífilsstöðum í apríllok.
Síðan heima við góða heilsu, en blásin. Karlmaður, 49 ára, fór á
Vífilsstaði snemma í janúar og var þar um áramót.
Þingeyrar. 1 sjúklingur fluttur úr héraðinu. 2 unglingar með brjóst-
holsberkla teknir á skrá. Báðir hraustir um áramót, en undir eftir-
liti. Héraðsbúi einn veiktist utan héraðs af brjósthimnubólgu. Fór
fyrst á sjúkrahús, síðan á berklahæli og er því ekki á skrá hér. Allir
jákvæðir við berklapróf gegnlýstir og röntgenmyndaðir, ef þurfa
þótti.
Bohingai’víkur. 5 ný tilfelli á árinu. 2 ungar stúlkur fengu eitla-
berkla, önnur á hálsi, hin í armkrika. Hún veiktist syðra, lá þar lengi
á spítala, án þess að orsök til veikinda hennar fyndist. Var helzt
grunuð um lymphogranulomatosis, en eftir að hún kemur hingað,
bólgnar eitill í armkrika, svo að ég exstirpera hann og sendi í histo-
lógiska rannsókn. Eitillinn reyndist berldakyns, en sárið greri vel.
Fyrri stúlkan veiktist hér, og var móðir hennar áður berklaveik. Hin
3 tilfellin eru öll gömul lungnatilfelli, sein áður hafa verið á hælum:
ung húsmóðir, sem reyndar fékk að fara heim af hælinu ófullbata
og enn með smit, liitt 2 karlmenn, annar með infiitrat, en samt ekki
smitandi, hinn var skoðaður á Berklavarnarstöð Reykjavikur. Var