Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 57
55
hann nieð infiltrÖt í báðum lungum og reyndist smit í magaskolvatni.
Honum var leyi't að i'ara heim, en þegar ég tilkynnti honum niður-
stöður skolvatnsrannsóknarinnar, tólc hann því vel að fara suður lil
hælisvistar, en fór þó hvergi og segist ekki fara, fyrr en Berklavarnar-
stöðin gangi eftir því við sig. Ég hef skrifað henni um þetta, en ekk-
ert svar fengið enn. Á heimili þessa manns er allt fullorðið. En geta
vil ég þess, að skömmu eftir að ég kom hingað, dó mágkona hans úr
bráðatæringu. Harla erfitt er að eiga við þessi mál hér, en hefur þó
batnað til nokkurs munar, síðan ég fékk lítið röntgentæki hingað.
Eru allmargir hér grunsamlegir, margir gamlir herklasjúklingar og
eftirlit erfitt. Virðist mér þó skilningur fólks fara batnandi á þess-
nm málum, einkum síðan tækið kom.
Isafi. Tala skráðra berklasjúklinga mun vera lág, eftir því sem
hér gerist. Berklapróf voru gerð á öllum nemendum allra skólanna
hér, svo sem nú er venja orðin, en fólk í umhverfi þeirra, er jáltvæðir
reyndust, athugað og gegnlýst á berklavarnarstöðinni. Fundust þannig
2 smitberar, sem þegar voru telcnir til meðferðar.
Ögur. Nýrra berklasjúklinga varð ekki vart.
Árnes. 12 ára drengur með áður jákvætt berklapróf (móðir áður
berklaveik) lá háfebril í hálfan mánuð. Byrjaði sem hálsbólga. Súlfa-
og pensilín virtust engin áhrif hafa. Síðar var svo drengurinn sendur
til röntgenskoðunar til ísafjarðar, og fannst þar einhver vottur um
hiluseitlabólgu. Síðan er drengurinn hinn hressasti. Var ekki skráður
ú berklaskrá, þar senx sjúkdómsgreining var vafasöm.
Hólmavíkur. Óvenjumikið um ný skráð tilfelli. 7 ára drengur, sem
getið var um i síðustu ársskýrslu, bróðir smitberans B. Á., sem þá
fannst, veiktist í janúar með pleuritis exsudativa. Lá heinxa og batn-
aði vel. í júní veiktist mágur fyrrgreinds smitbera og var endur-
skráður, en hafði árinu áður verið talinn albata við rannsókn á ísa-
firði. Var hann sendur á Vífilsstaði. Tæplega ársganxall soxxur hans
reyndist siðar jákvæður og var veikur um tíma með hilusþrota. 1
júní veiktist enn einn bróðir smitberans, nýfluttur að Di-angsnesi
með konu og 6 mánaða barn. Reyndist expectorat tbc-f-, og var hann
sendur á Vífilsstaði. 2 börn, 4 ára drengur og 8 ára stúlka á heimiliixu
ú Drangsnesi, urðu síðar jákvæð og veiktust bæði af hilusbei’klunx
síðar unx sumarið, en náðu sér furðu vel. Telpan sótti þó ekki skóla
um veturinn. Kona mannsins og barnið fluttust síðan til Reykja-
víkur; fór konan á Vífilsstaði um haustið, og var barnið eitthvað
lasið. Hvorugt þeirra er skráð hér. Enn fannst um sunxarið smit við
ræktuix úr hráka sjötugs gamalmennis á Hólmavík, sem um 20 árum
áður hafði verið skráður með útvortis berkla. Sonur hans, xxxiðaldra
og einhleypur, lét skoða sig í Reykjavík, og fannst bólga i lungunx,
en ekki smit. Fóru þeir feðgar báðir á hæli. Þá voru fyrir heima í
héraði 2 stúlkur, sem fengu viðhaldið loftbrjósti, og hin 3. dvaldist
um tínxa í héraði og fékk loft. Sanxtals eru þetta því 6 nýir sjúklingar,
þar af 4 börn, auk mæðgnanna, senx fluttust til Reykjavíkur, og 2
endurskráðir. Þegar smitberinn B. Á. fannst haustið 1949 og systkini
hans reyndust nýsmituð, átti ég tal við lierklayfirlækni um, að hann
sendi mann og röntgentæki til að rannsaka umhverfi smitberans.