Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 58
56
Því miður reyndist það ókleift þá. Þegar bróðirinn á Drangsnesi
reyndist smitandi í júiímánuði, ítrekaði ég beiðni mxna um hóp-
skoðun, og í ágiistmánuði kom Jón Eiríksson, aðstoðarmaður berkla-
yfirlæknis, til Hólmavíkur með röntgentælci og skyggndi 322 manns.
Mátti það heita hvert mannsbarn eldra cn 16 ára á Hólmavík, auk
fjölda manns frá Drangsnesi. Áður hafði héraðslæknir gert bei-kla-
próf á öllum börnum yngri en 16 ára á Hólmavík og á Drangsnesi.
Við berklapróf fundust á Hólmavík 2 stúlkur, 14 ára, nýsmitaðar,
auk 5 ára drengs og 6 ára telpu, sem ekki var vitað um áður. Á
Ðrangsnesi enginn nýsmitaður nema 8 ára telpan, sem veik var orðin
og áður er getið. Bróðir hennar, 4 ára, varð ekki jákvæður og veikur
fyrr en síðar. Ekkert samband var hægt að finna milli nýsmituðu
barnanna á Hólmavík og hinna fundnu smitbera, og öll reyndust
þau heilbrigð við skyggningu. Eklcert nýtt tilfelli fannst við skyggn-
inguna, en 1 maður, er þótti grunsamlegur, fór suður til frekari
rannsóknar, en reyndist frískur. Loftbrjóstaðgerðir voru gerðar 23
sinnum á 3 sjúklingum.
Hvammstanga. Enginn sjúklingur á skrá. Engin ný tilfelli. Berkla-
próf (Moro) var gert á öllum skólabörnunum. Ekkert nýtt kom í
Ijós; þau voru öll neikvæð. Pirquetpróf gert á nemendum og nær
öllu starfsfólki Reykjaskóla (112). 29 reyndust jákvæðir; þar af
höfðu 24 verið jákvæðir áðui’, 1 stúlka verið berklabólusett, en um
2 nemendur og 2 kennara var ekki vitað með vissu. Voru þeir
skyggndir á Blönduósi. Að öðru leyti féll skyggning niður, þvi að
skyggningartæki sjúkraskýlisins er enn í lamasessi síðan í fyrra, og
„berklamenn“ höfðu engin tæki með sér.
Blönduós. Berklaveiki féltk bóndi frammi í Vatnsdal; hafði verið
alllengi lasinn, áður en hann leitaði læknis, en reyndist þá hafa
talsverða skemmd í lunga. Var hann þegar sendur að Vífilsstöðum,
en siðar á árinu veiktist 2 ára stúlkubarn á heimilinu af heilaberkla-
bólgu, sem dró til dauða. Almenn berldaskoðun fór fram samkvæmt
venju á námsmeyjuin Kvennaskólans og túberkúlínjákvæðum nem-
endum í barnaskólunum á Blönduósi og í Höfðakaupstað, starfsfólki
í Mjólkurstöðinni, brauðgerðarhúsunum og veitingastöðum, auk
ýmissa annarra, sem höfðu haft berkla eða voru taldir grunsam-
legir. Skoðun þessi leiddi ekki í Ijós virka berkla í neinum, sem áður
var ókunnugt um.
Sauðárlcróks. 2 sjúklingar skráðir í fyrsta sinn; 18 ára stúlka, er
vann á sjúkrahúsinu, fékk pleuritis exsudativa og lá alllengi, en virt-
ist ná sér. Hinn var 13 ára drengur með erythema nodosum og létta
hilitis. Endurskráður 1 sjxiklingur, 39 ára maður með spondylitis
tub.; hafði hann áður haft tub. adenitis colli. Lá um tíma á sjúkra-
húsinu, en liggur nú heima. 1 sjiiklingur dó á árinu úr berklaveiki.
Var það 11 ára gömul telpa úr Hofsóshéraði með tub. pulm. og
idiotismus. Hafði legið á sjúkrahúsinu í rúmt ár. Aðstoðarlæknir
berldayfirlæknis kom í haust og skyggndi tuberkúlínpósitífa nem-
endur kvennaskólans á Löngumýri og skólanna á Sauðárkróki, auk
þess kennara, starfsfólk gistihúsa, mjólkursamlags, brauðgerðarhúss