Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 59
57
og nokkra eftir tilvísun héraðslæknis, alls nokkuð á annað hundrað
manns. Fundust engin ný berklaveikistilfelli.
Hofsós. 1 nýr sjúklingur skráður á árinu.
Ólafsfj. Enginn nýr berklasjúklingur skráður. Berklapróf gert á
barnaskólabörnum. 2 börn, systur, voru jákvæð í fyrsta sinn. Báðar
skyggndar, en ekkert sást athugavert. Heimili þeirra var berklaprófað,
°g kom í ljós, að móðir þeirra var jákvæð nú, en var neikvæð við
almennu berklaskoðunina 1940. Ekkert sást athugavert. að henni
heldur við skyggningu. Smitun ókunn.
Akureyrar. Á árinu dóu aðeins 7 manns úr berklaveiki. Er sú tala
mjög lág, þegar tekið er tillit til Kristneshælis og svo þeirra berkla-
sjúklinga, sem koma til aðgerðar vegna berklaveiki á Sjúkrahús Ak-
ureyrar frá öllum landshlutum og eru það þjáðir af sjúkdómi sinum,
að gera má ráð fyrir, að nokkrir þeirra deyi á sjúkrahúsinu. Annars
má það um berklaveikina segja hér í Akureyrarlæknishéraði, að hún
hefur undanfarandi 10 ár farið stórkostlega minnkandi, og tel ég það
einkum að þakka starfsemi Heilsuverndarstöðvar Akurevrar, svo og
þeim almennu berklaskoðunum, sem hér hafa verið framkvæmdar.
Grenivíkur. Mjög lítið eða elckert um berklaveiki i héraðinu. Berkla-
próf var gert á öllum skólabörnum í Grýtubakkahreppi, og voru þau
öll neikvæð.
Breiðumýrar. Ekkert nýtt tilfelli á árinu.
Kópaslcers. 1 sjúklingur skráður í fyrsta sinn á árinu. Hafði
trochanteritis með fistli. Batahorfur góðar.
Þórshafnar. Frumskráður tvítugur karlmaður með pleuritis bila-
teralis. Sendur á Kristneshæli.
Vopnafj. 2 nýir sjúklingar með tbc. pulmonum. Endurskráðir 2,
nnnar með tbc. pulmonum, en hinn með tbc. aliis locis. Annar þess-
nra sjúklinga var ung stúlka, nýlega lcomin af Kristneshæli. Fékk
lítils háttar blóðspýting og var send á hælið aftur. Hinn sjúklingur-
inn kona með berkla í olnbogalið. Hafði nú fengið fistil og var send
á Landsspítalann til aðgerðar. Annar nýju sjúklinganna var karl-
maður af kunnri berklaætt hér. Fékk upp úr inflúenzu brjósthimnu-
bólgu með infiltratio pulmonum. Var sendur á Kristneshæli. Reynd-
ist ekki hafa smit. Hinn sjúklingurinn aðflutt kona. Fékk blóðspýting
og var send á Kristneshæli.
Seyðisfj. Sem betur fer er lítið orðið um berklaveiki í þessu læknis-
héraði. Einn nýr berklasjúklingur uppgötvaðist á árinu á mjög af-
skekktu heimili (barnlausu) í hreppnum. Var það 38 ára stúlka, sem
hafði fengið bráða lungnaberkla. Var hún þegar send á Kristneshæli
og lézt á árinu. Eldri hálfsystur á sama heimili, sem er flogaveik og
vandræðamanneslcja, hef ég grunaða um krónislta lungnaberkla. Hún
befur ekki enn þá fengizt til fullkominnar rannsólcnar, en er undir
eftirliti. 6 ára stúllca úr Héraði er einnig skráð hér í fyrsta sinn. Dvelst
hún í sjúkrahúsi og liefur litla infiltratio i öðru lunga; er á góðum
batavegi. Heimilisfastir eru 2 sjúklingar á berklaskrá í árslok. 7 ára
drengur með eftirstöðvar hilusberkla; og ungur maður með tbc. ossis
pubis sequelae er heima og að nokkru leyti vinnufær.
8